Innlent

Iceland Express til Kaupmannahafnar

Stefnt er að því, að vél Iceland Express til Kaupmannahafnar fari í loftið klukkan 21:30 í kvöld. Flugvallaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir, að völlurinn verði opnaður flugumferð seint í kvöld, enda eru nýjustu verðurspár á flugleiðinni hagstæðar.

Í tilkynningu segir að farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×