Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Árni Sæberg skrifar 18. september 2025 12:48 Vilhjálmur og Hildur vilja lækka áfengiskaupaaldurinn. Vísir Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára. Í greinargerð með frumvarpi þingmannanna, sem útbýtt var í dag, segir að frumvarpið hafi upphaflega verið flutt á þarsíðasta löggjafarþingi af Berglindi Ósk Guðmundsdóttur en ekki náð fram að ganga. Það hafi verið endurflutt á síðasta þing en ekki verið samþykkt. Það sé því flutt að nýju. „Víða í lögum er að finna svokölluð aldursmörk, þ.e. skilyrði um að einstaklingur hafi náð ákveðnum aldri áður en hann getur notið ákveðinna réttinda, öðlast ákveðin leyfi o.s.frv. Þá er einnig að finna efri aldursmörk, þ.e. um hámarksaldur einstaklinga svo að þeir geti öðlast ákveðin leyfi eða réttindi. Jafnan er nú miðað við 18 ára aldur, þ.e. sjálfræðis- og fjárræðisaldur, þegar lög eru sett og ákveðið er að afmarka tiltekin réttindi við lágmarksaldur. Þetta hefur þó verið nokkuð á reiki í áranna rás og víða er miðað við annan og hærri aldur þegar sett eru skilyrði fyrir réttindum, leyfisveitingum o.s.frv. Því er með frumvarpi þessu lagt til að miða skuli öll aldursskilyrði laga við 18 ára aldur,“ segir í greinargerðinni. Hæfisskilyrði dugi Þá segir að flutningsmenn fái ekki séð hvaða rök standi til þess að löggjöf feli víða í sér handahófskennd aldursmörk og áskilji til að mynda á einum stað að einstaklingar verði að vera orðnir 25 ára til þess að fullnægja skilyrðum laga en á öðrum þyki rétt að miða við 20 ára aldur, í stað þess að einfaldlega sé miðað við sjálfræðisaldur í öllum tilvikum. Rétt sé að nefna að í sumum tilvikum felist ákveðin aldursskilyrði í hæfisskilyrðum. Þegar lögum um dómstóla var breytt með lögum árið 2021 hafi aldursskilyrði laga um skipan héraðsdómara fellt brott, en áður hefði aldursskilyrði laganna verið 30 ár. Þótt aldursskilyrði hafi verið fellt brott sé ólíklegt að maður sem er 18 ára gamall yrði metinn hæfur sem héraðsdómari, enda séu gerðar aðrar kröfur í lögunum um að viðkomandi hafi lokið embættisprófi eða grunnnámi ásamt meistaraprófi. Því liggi fyrir eðlileg og málefnaleg skilyrði laga um hæfi sem eiga ekki að hverfast um aldur. Vilja líka fella út hámarksaldur Með frumvarpinu sé einnig lagt til að aldurshámark laga verði fellt úr gildi þar sem það á við. Að baki þeirri tillögu liggi sú hugsun að ekki sé nauðsynlegt að takmarka réttindi við ákveðinn aldur heldur beri mun frekar að líta til annarra þátta ef nauðsynlegt þykir að afturkalla réttindi eða takmarka leyfisveitingar til eldra fólks, svo sem heilsu, færni og annarra atriða sem hægt er að meta á hlutlægan máta. Við vinnslu frumvarpsins hafi verið gerð leit að þeim lögum sem fela í sér aldursskilyrði sem takmarka leyfi eða skyldu manna við annan og hærri aldur en 18 ár, svo og lögum sem fela í sér aldurshámark. Undanskilið frá frumvarpinu sé ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem kveðið er á um meðal kjörgengisskilyrða til forseta Íslands að kjörgengur sé hver 35 ára gamall maður. Frumvarpið taki ekki á þeim aldursskilyrðum af formlegum ástæðum vegna þess hve örðugt sé að breyta einstökum ákvæðum stjórnarskrárinnar, en það sé von flutningsmanna að slík breyting nái engu að síður fram að ganga í náinni framtíð. Norðurlöndin miði frekar við átján ára aldur Loks segir í greinargerðinni að við samanburðarkönnun á réttarsviðum í öðrum norrænum ríkjum og aldursmörkum laga hafi komið í ljós að umtalsvert færri sambærilegar lagareglur séu í gildi varðandi aldursmörk, þar sem miðað er við annan og hærri aldur en 18 ár sem skilyrði fyrir ákveðnum réttindum en hér á landi. Almennt virðist sú regla gilda að miða við sjálfræðisaldur en hafa sem fæst önnur aldursmörk í lögum. Áfengi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Lækka eigi áfengiskaupaaldur í átján ár Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í átján ár. Auk þess skuli selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. 24. febrúar 2013 10:21 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpi þingmannanna, sem útbýtt var í dag, segir að frumvarpið hafi upphaflega verið flutt á þarsíðasta löggjafarþingi af Berglindi Ósk Guðmundsdóttur en ekki náð fram að ganga. Það hafi verið endurflutt á síðasta þing en ekki verið samþykkt. Það sé því flutt að nýju. „Víða í lögum er að finna svokölluð aldursmörk, þ.e. skilyrði um að einstaklingur hafi náð ákveðnum aldri áður en hann getur notið ákveðinna réttinda, öðlast ákveðin leyfi o.s.frv. Þá er einnig að finna efri aldursmörk, þ.e. um hámarksaldur einstaklinga svo að þeir geti öðlast ákveðin leyfi eða réttindi. Jafnan er nú miðað við 18 ára aldur, þ.e. sjálfræðis- og fjárræðisaldur, þegar lög eru sett og ákveðið er að afmarka tiltekin réttindi við lágmarksaldur. Þetta hefur þó verið nokkuð á reiki í áranna rás og víða er miðað við annan og hærri aldur þegar sett eru skilyrði fyrir réttindum, leyfisveitingum o.s.frv. Því er með frumvarpi þessu lagt til að miða skuli öll aldursskilyrði laga við 18 ára aldur,“ segir í greinargerðinni. Hæfisskilyrði dugi Þá segir að flutningsmenn fái ekki séð hvaða rök standi til þess að löggjöf feli víða í sér handahófskennd aldursmörk og áskilji til að mynda á einum stað að einstaklingar verði að vera orðnir 25 ára til þess að fullnægja skilyrðum laga en á öðrum þyki rétt að miða við 20 ára aldur, í stað þess að einfaldlega sé miðað við sjálfræðisaldur í öllum tilvikum. Rétt sé að nefna að í sumum tilvikum felist ákveðin aldursskilyrði í hæfisskilyrðum. Þegar lögum um dómstóla var breytt með lögum árið 2021 hafi aldursskilyrði laga um skipan héraðsdómara fellt brott, en áður hefði aldursskilyrði laganna verið 30 ár. Þótt aldursskilyrði hafi verið fellt brott sé ólíklegt að maður sem er 18 ára gamall yrði metinn hæfur sem héraðsdómari, enda séu gerðar aðrar kröfur í lögunum um að viðkomandi hafi lokið embættisprófi eða grunnnámi ásamt meistaraprófi. Því liggi fyrir eðlileg og málefnaleg skilyrði laga um hæfi sem eiga ekki að hverfast um aldur. Vilja líka fella út hámarksaldur Með frumvarpinu sé einnig lagt til að aldurshámark laga verði fellt úr gildi þar sem það á við. Að baki þeirri tillögu liggi sú hugsun að ekki sé nauðsynlegt að takmarka réttindi við ákveðinn aldur heldur beri mun frekar að líta til annarra þátta ef nauðsynlegt þykir að afturkalla réttindi eða takmarka leyfisveitingar til eldra fólks, svo sem heilsu, færni og annarra atriða sem hægt er að meta á hlutlægan máta. Við vinnslu frumvarpsins hafi verið gerð leit að þeim lögum sem fela í sér aldursskilyrði sem takmarka leyfi eða skyldu manna við annan og hærri aldur en 18 ár, svo og lögum sem fela í sér aldurshámark. Undanskilið frá frumvarpinu sé ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem kveðið er á um meðal kjörgengisskilyrða til forseta Íslands að kjörgengur sé hver 35 ára gamall maður. Frumvarpið taki ekki á þeim aldursskilyrðum af formlegum ástæðum vegna þess hve örðugt sé að breyta einstökum ákvæðum stjórnarskrárinnar, en það sé von flutningsmanna að slík breyting nái engu að síður fram að ganga í náinni framtíð. Norðurlöndin miði frekar við átján ára aldur Loks segir í greinargerðinni að við samanburðarkönnun á réttarsviðum í öðrum norrænum ríkjum og aldursmörkum laga hafi komið í ljós að umtalsvert færri sambærilegar lagareglur séu í gildi varðandi aldursmörk, þar sem miðað er við annan og hærri aldur en 18 ár sem skilyrði fyrir ákveðnum réttindum en hér á landi. Almennt virðist sú regla gilda að miða við sjálfræðisaldur en hafa sem fæst önnur aldursmörk í lögum.
Áfengi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Lækka eigi áfengiskaupaaldur í átján ár Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í átján ár. Auk þess skuli selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. 24. febrúar 2013 10:21 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lækka eigi áfengiskaupaaldur í átján ár Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í átján ár. Auk þess skuli selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. 24. febrúar 2013 10:21