Innlent

Flugi til London aflýst - en flogið til fjölda annarra borga

Icelandair flýgur til fjölda borga, þó ekki London.
Icelandair flýgur til fjölda borga, þó ekki London.

Í ljósi þess að heimildir til flugs til fleiri flugvalla í Evrópu hafa verið veittar stefnir Icelandair að því að fljúga í fyrramálið til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Parísar og Manchester/Glasgow.

Flugi Icelandair til London hefur hinsvegar verið aflýst.

Flug til Bandaríkjanna verður samkvæmt áætlun.

Sem fyrr er sérstök athygli vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×