Fleiri fréttir

Síbrotamenn fengu skilorð

Tveir síbrotamenn voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir fjölmörg brot, meðal annars innbrot og þjófnað.

Ný ríkisstjórn skrifuð í skýin

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur að komið sé að leiðarlokum hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. Þau hafi framið pólitískt sjálfsmorð í Icesave málinu. Hann segir að ný ríkisstjórn sé skrifuð í skýin.

Tyrkir æfir vegna atkvæðagreiðslu í Bandaríkjunum

Tyrkir eru æfir af reiði yfir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 skuli skilgreint sem þjóðarmorð.

Pálmi sér eftir mannorðinu - voru í typpakeppni

Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segist bera ábyrgð á efnahagshruninu en að stærsti sökudólgurinn sé hið opinbera. Hann viðurkennir að hafa tekið þátt í siðferðilega vafasömum viðskiptum en að hann hafi ekki framið nein lögbrot. Pálmi segist sjá eftir mannorði sínu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í DV í dag. Hann segir að umsvifamiklir fjárfestar hafi verið í „typpakeppni.“

Stjórnvísi afhenti verðlaun

Fjórir fengu afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi sem veitt voru í fyrsta sinn í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar.

Gerir grein fyrir stuðningi sínum við Íraksstríðið

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, mun í dag bera vitni vegna rannsóknar á aðdraganda á þætti Breta í innrásinni í Írak árið 2003. Vitni hafa þegar sagt að Brown hafi átt stóran þátt í ákvörðuninni. Sjálfur sagði Brown að ástæða þess að hann hafi stutt innrásina hefði ekki verið grunur um að Írakar byggju yfir efnavopnum. Ástæðan hafi frekar verið sú að Írak hafi hunsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna.

Hvergerðingar svipist um eftir Jónasi

Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt eftir miðnætti í gærkvöld til leitar að karlmanni á sextugsaldri sem saknað er frá dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum.

Skotið á tvo lögreglumenn nærri Pentagon

Skotið var á tvo lögreglumenn á neðanjarðarlestarstöð, nærri varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Lögreglumennirnir særðust í árásinni, en ekki er greint frá hversu alvarlega. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, særðist einnig i árásinni.

Fjöldi skipa festist í Eystrasalti

Um 50 skip hafa setið föst í ís í Eystrasalti frá því í gær. Fjögur skip hafa losnað með hjálp ísbrjóta. Sum þessara skipa sigldu í strand milli Stokkhólms og Álandseyja en önnur eru föst norðar, í Helsingjabotni.

Sex verið teknir í stóru fíkniefnamáli

Handtaka tæplega sjötugs burðardýrs fíkniefna á Keflavíkurflugvelli í febrúar hefur leitt til þess að fimm manns til viðbótar hafa verið handteknir. Lögregla telur málið tengjast umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi og sölu fíkniefna, meðal annars á Akureyri.

Samgöngumiðstöð af stað í sumar

Gangi allt eftir geta framkvæmdir vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri hafist í sumar. Hún mun standa við Hótel Loftleiðir. Möguleiki verður á tengingu á milli húsanna í framtíðinni.

Hlutafélög hlífa fólki ekki við skattskyldu

Skattskylda af niðurfellingum persónulegra ábyrgða fyrrverandi starfsfólks Kaupþings nær jafnt til þeirra sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bankanum á eigin kennitölu og þeirra sem stofnuðu sérstakt einkahlutafélag utan um skuldina. Þetta er meðal niðurstaðna í áliti Ríkisskattstjóra sem sent var Arion banka í þarsíðustu viku.

Jóhanna ætlar að sitja heima

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun.

Skoðaði þátt fjölmiðla í efnahagshruninu

Þrjú hundruð blaðsíðna skýrsla vinnuhóps sem leitaði svara við því hvort skýringar á falli íslensku bankanna mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði er tilbúin og á leið í prentun. Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn en hann flytur erindið Siðferðileg greining bankahrunsins í málstofunni Hrunið, skýrslan, siðferði og hugmyndafræði á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands.

Tíu þúsund tonn af loðnu á dagparti

Heimamenn í Vestmannaeyjum höfðu það á orði á miðvikudag að stemningin við höfnina „væri eins og í gamla daga“, þegar sjö loðnuskip komu þar til löndunar á fáeinum klukkutímum. Afli skipanna var áætlaður um tíu þúsund tonn og fór allur í hrognatöku fyrir Japansmarkað.

Synjun styrkir samningsstöðuna

Það er nauðsynlegt að fella Icesave-lögin frá því í desemberlok úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Við það styrkist samningsstaða Íslands.

Höfum gengið inn í hreinsunareldinn

„Við Íslendingar höfum gengið inn í hreinsunareldinn,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum þegar gripið til harkalegs niðurskurðar og hækkað skatta til þess að rétta við skuldir ríkissjóðs. Við höfum gert upp gömlu bankana í sátt við lánardrottna þeirra og komið þeim í starfhæft form. Við erum að gera upp við orsakir bankahrunsins á vettvangi Alþingis og dómstóla.“

Fólk kjósi ef vill eða sitji heima ef vill

„Við skulum láta fólkið í landinu hafa það eins og það vill. Kjósa ef það vill eða sitja heima ef það vill,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Þar var hann krafinn svara um þjóðaratkvæðagreiðslu morgundagsins um Icesave-lögin.

Vill atkvæðagreiðslu án tafar

Barack Obama Bandaríkjaforseti berst enn við að koma endanlegri mynd á heilbrigðisfrumvarpið, sem á að tryggja nánast öllum Bandaríkjamönnum sjúkra- og slysatryggingar.

Herinn í Chile hjálpar loks til

Herinn í Chile er nú kominn á fulla ferð í björgunarstörf eftir að hafa varið fyrstu dögunum eftir jarðskjálftann í að stöðva gripdeildir og sjá til þess að friður ríki í borgum og bæjum jarðskjálftasvæðisins.

Guðbjarni búinn að gefa sig fram

Pólstjörnumaðurinn Guðbjarni Traustason gaf sig fram til lögreglunnar á Selfossi í kvöld. Hans hefur verið leitað síðan á laugardaginn en þá hafði hann verið í dagsleyfi og skilaði sér ekki til baka á Litla Hraun. Grunur lék á að hann hefði yfirgefið landið en svo virðist ekki vera.

Vill opinbera rannsókn á risaláni ríkisins til VBS Fjárfestingabankans

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon, vill opinbera rannsókn á lánum ríkisins til VBS Fjárfestingabankans. Á bloggsíðu sinni skrifar Jón að eðlilegt sé að fram fari opinber rannsókn á því sem hann kallar milljarðafyrirgreiðslum Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.

Pólitískt líf Steingríms hangir á bláþræði

Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við.

Flugstoðir: Heildarlaun flugumferðastjóra tæp milljón

Heildarlaun flugumferðarstjóra eru ríflega 900.000 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en ekki 550-630 þúsund eins og kemur fram í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. mars, þetta kemur fram í tilkynningu sem Flugstoðir sendu frá sér vegna frétta um launakostnað flugumferðastjóra.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn átta ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var átta ára gömul þegar brotin voru framin. Honum var gefið að sök að hafa þuklað kynfæri hennar innan og utan klæða og var hann sakfelldur fyrir það. Honum var einnig gefið að sök að hafa sleikt kynfæri stúlkunnar og stungið fingri inn í leggöng hennar en Hæstiréttur sýknaði manninn af þeim ásökunum. Maðurinn játaði fyrri brotin en neitaði hinum seinni staðfastlega.

Iðnaðarráðherra: Rúm fyrir stórframkvæmdir

Brýnasta viðfangsefnið um þessar mundir er að koma stórum verkum og smáum á skrið fyrir vorið til þess að bæta atvinnuástandið. Í hagkerfinu er rúm fyrir stórframkvæmdir á næstu misserum. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, á Iðnþingi í dag.

Dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu liðnir

Ég tel að dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu séu liðnir, sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um peningamálastefnu Seðlabankans á Alþingi í dag. Illugi segist telja að Seðlabanki Ísands geti ekki sett vaxtastig sitt eins og honum henti þegar búið sé að opna fyrir frjálst flæði fjármagns.

Borgarfulltrúar koma Sigrúnu Elsu til varnar

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að umfjöllun fjölmiðla um ferðakostnað Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa flokksins, í janúar hafi verið ósanngjörn og tekinn úr öllu samhengi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarfulltrúnum.

Endurreisninni haldið í gíslingu

Ungir jafnaðarmenn hvetja til lausnar Icesave málsins og benda á þann kostnað sem hlotist hefur af frestun málsins frá áramótum sem ekki sjái enn fyrir endann á.

Kanna áhrif niðurskurðar á líðan lækna

Allir starfandi læknar fengu í gær sendan spurningalista í tengslum við rannsókn á áhrifum niðurskurðar á líðan lækna hér á landi. Umfangsmikil langtímarannsókn í Noregi leiddi í ljós að þarlendir læknar eru óánægðari með lífið en aðrir starfshópar. Þeir eru einnig í mun meiri hættu á að fremja sjálfsvíg og misnota áfengi og lyf.

Svona á ekki að gera þetta

Framkvæmdastjóri NATO segir að aðgerðir bandalagsins í Afganistan geti þjónað sem módel fyrir hvernig á að bregðast við svipuðum átökum í framtíðinn.

Máli vísað frá vegna vanhæfis sýslumanns

Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá máli konu sem ákærð var fyrir brot gegn valdstjórninni. Hún var ákærð fyrir að hafa slegið lögreglukonu við skyldustörf í andlitið með þeim afleiðingum að mar hlaust af.

Góða ferð.........öll

Könnun sem breska fyrirtækið Rentokil gerði í breskum járnbrautarlestum hefur leitt í ljós að farþegar sem ferðast með þeim eru mun fleiri en vitað var um.

Hreyfingin með kosningavöku

Hreyfingin stendur fyrir kosningavöku á Hótel Reykjavík Centrum næstkomandi laugardag í tilefni af fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni í sögu lýðveldisins, að fram kemur í tilkynningu. Á laugardaginn fer fram atkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinni neitaði að staðfesta.

Formaður Samtaka iðnaðarins vill þjóðstjórn

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, vill að mynduð verði þjóðstjórn. Þjóðina skorti leiðtoga sem geta gefið raunhæfa von. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í dag.

Birkir kallar eftir stýrivaxtalækkun

Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir stýrivaxtalækkun á Alþingi í dag. Birkir var málshefjandi í umræðum um peningastefnu Seðlabanka Íslands.

Sumarhús Bakkabróður vekur athygli víða

Hið vægast sagt glæsilega sumarhús Lýðs Guðmundssonar sem oft er kenndur við Bakkavör hefur vakið þónokkra athygli á heimasíðum og í blöðum sem helga sig hönnun. Húsið er í Fljótshlíðinni og er teiknað af Guðmundi Jónssyni arkitekt sem búsettur er í Noregi.

Sjá næstu 50 fréttir