Innlent

Máli vísað frá vegna vanhæfis sýslumanns

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. MYND/EÓL

Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá máli konu sem ákærð var fyrir brot gegn valdstjórninni. Hún var ákærð fyrir að hafa slegið lögreglukonu við skyldustörf í andlitið með þeim afleiðingum að mar hlaust af.

Dómarinn komst að því að sýslumaðurinn á Selfossi væri vanhæfur til þess að rannsaka málið enda væru það samstarfsmenn brotaþola sem hafi annast rannsóknina.

Þá bendir dómarinn á að svo virðist vera sem að rannsókn málsins hafi ekki hafist fyrr en í júlí og ágúst 2009 en brotið var framið í október 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×