Dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu liðnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. mars 2010 14:15 Illugi Gunnarsson segir daga sjálfstæðrar peningastefnu vera liðna. Mynd/ GVA. Ég tel að dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu séu liðnir, sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um peningamálastefnu Seðlabankans á Alþingi í dag. Illugi segist telja að Seðlabanki Ísands geti ekki sett vaxtastig sitt eins og honum henti þegar búið sé að opna fyrir frjálst flæði fjármagns. „Sú leið sem farin var þar sem vextir voru miklu hærri hér en á nágrannalöndunum bar feigð í sér," sagði Illugi. Hingað hafi borist mikið fé með svokölluðum jöklabréfum þegar vextirnir voru sem hæstir. Hið sama gerist ef vextirnir séu allt of lágir. Þá streymi fjármagn úr landi. Illugi sagði að það þyrfti að tengja saman fjármál ríkisins, fjármál sveitarfélaganna og Seðlabankann.Gylfi Magnússon tók vel í hugmyndir um þverpólitíska nefnd. Mynd/ Anton Brink.Þá sagði Illugi að á meðan að hér eru gjaldeyrishöft hljóti að þurfa að keyra niður vexti miklu hraðar en raun ber vitni. Það sé ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftum nema að framleiðslan sé komin á skrið og fyrirsjáanlegt að hér myndist öflugt viðskiptalíf. Illugi sagði að kostnaðurinn af mögulegu verðbólguskoti sem myndi hljótast vegna stýrivaxtalækkunar væri miklu minni að hans mati en kostnaðurinn við að hafa vaxtastigið svona hátt. Það var Birkir Jón Jónsson, .þingmaður Framsóknarflokksins, sem var málshefjandi í umræðunum. Hann kallaði eftir lægri stýrivöxtum og að skipuð yrði þverpólitísk nefnd á Alþingi til þess að fara yfir peningastefnuna. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að Seðlabanki Íslands væri sjálfstætt stjórnvald og Seðlabankinn væri sjálfstæður. Það þýddi að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti helst ekki að vera að senda henni skilaboð um hvaða niðurstöður hann vildi fá frá henni. Hann sagði hins vegar að æskilegt væri að um Seðlabankann ríkti þverpólitísk sátt og hann skilinn frá hinu flokkspólitíska umhverfi. Hann tæki því vel í hugmyndir um myndun þverpólitískrar nefndar. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ég tel að dagar sjálfstæðrar peningamálastefnu séu liðnir, sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um peningamálastefnu Seðlabankans á Alþingi í dag. Illugi segist telja að Seðlabanki Ísands geti ekki sett vaxtastig sitt eins og honum henti þegar búið sé að opna fyrir frjálst flæði fjármagns. „Sú leið sem farin var þar sem vextir voru miklu hærri hér en á nágrannalöndunum bar feigð í sér," sagði Illugi. Hingað hafi borist mikið fé með svokölluðum jöklabréfum þegar vextirnir voru sem hæstir. Hið sama gerist ef vextirnir séu allt of lágir. Þá streymi fjármagn úr landi. Illugi sagði að það þyrfti að tengja saman fjármál ríkisins, fjármál sveitarfélaganna og Seðlabankann.Gylfi Magnússon tók vel í hugmyndir um þverpólitíska nefnd. Mynd/ Anton Brink.Þá sagði Illugi að á meðan að hér eru gjaldeyrishöft hljóti að þurfa að keyra niður vexti miklu hraðar en raun ber vitni. Það sé ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftum nema að framleiðslan sé komin á skrið og fyrirsjáanlegt að hér myndist öflugt viðskiptalíf. Illugi sagði að kostnaðurinn af mögulegu verðbólguskoti sem myndi hljótast vegna stýrivaxtalækkunar væri miklu minni að hans mati en kostnaðurinn við að hafa vaxtastigið svona hátt. Það var Birkir Jón Jónsson, .þingmaður Framsóknarflokksins, sem var málshefjandi í umræðunum. Hann kallaði eftir lægri stýrivöxtum og að skipuð yrði þverpólitísk nefnd á Alþingi til þess að fara yfir peningastefnuna. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að Seðlabanki Íslands væri sjálfstætt stjórnvald og Seðlabankinn væri sjálfstæður. Það þýddi að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti helst ekki að vera að senda henni skilaboð um hvaða niðurstöður hann vildi fá frá henni. Hann sagði hins vegar að æskilegt væri að um Seðlabankann ríkti þverpólitísk sátt og hann skilinn frá hinu flokkspólitíska umhverfi. Hann tæki því vel í hugmyndir um myndun þverpólitískrar nefndar.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira