Fleiri fréttir Krakkar stjórna flugumferð -upptaka Flugumferðarstjóra á Kennedy flugvelli hefur verið vikið tímabundið úr starfi og rannsókn fyrirskipuð á því að hann leyfði börnum sínum að taka þátt í umferðarstjórninni. 4.3.2010 10:52 Danir vilja að Íslendingar borgi að fullu 45% Dana telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka. Þetta kemur fram í könnun MMR. Niðurstöðurnar í Danmörku eru frábrugðnar því sem kom í ljós í sambærilegum könnunum meðal almennings í Svíþjóð og Noregi þar sem fram kom að 21% Svía og 33% Norðmanna töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. 4.3.2010 10:46 Munu stöðva allar tilraunir til að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni Allar tillögur til þess að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni verða felldar í þinginu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag. 4.3.2010 10:43 Tuttugu ár liðin frá sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa Eftir viku verða liðin 20 ár frá því að þingið í Litháen ákvað að lýsa yfir sjálfstæði. Af því tilefni hefur utanríkismálanefnd Alþingis lagt fram tillögu um að Alþingi Íslendinga sendi Litháum sérstakar heillaóskir. Ísland var fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæði Litháen. 4.3.2010 10:05 British Airways í stríð við flugfreyjur Sexþúsund starfsmenn hjá British Airways hafa boðist til þess að ganga í störf flugfreyja ef til verkfalls kemur. 4.3.2010 10:03 Slökkviliðsmenn segja Flugstoðir stefna mannslífum í hættu Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent frá sér harðorða ályktun varðandi viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Flugstoðir ehf. stefni mannslífum í hættu með því að gera einungis ráð fyrir tveimur slökkviliðsmönnum á vakt hverju sinni. 4.3.2010 09:56 Telpan var ekki Madeleine Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur sannreynt að lítil telpa sem sást á öryggismyndavél í stórmarkaði þar í landi var ekki Madeleine McCann. 4.3.2010 09:47 Landskjörstjórn kemur saman Landskjörstjórn kemur saman seinnipartinn á morgun vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á laugardaginn. Kjörstjórnin fundar aftur um miðjan dag á laugardag og aftur um kvöldið þegar talning atkvæða fer fram. 4.3.2010 09:45 Morðingi Bulgers handtekinn vegna fíkniefnaneyslu og ofbeldis Jon Venables, annar þeirra sem myrti James litla Bulger, árið 1993 var handtekinn vegna fíkniefnaneyslu og ofbeldisfullrar hegðunar, segir Daily Telegraph. Lögreglan hafði tvívegis afskipti af Venables. 4.3.2010 09:36 Flest bendir til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram Fjögurra klukkustunda fundi samninganefndar Íslands og Hollendinga og Breta um Icesave málið lauk í London í gærkvöldi án árangurs. Annar fundur hefur ekki verið boðaður en íslanska samninganefndin er þó ekki á heimleið. 4.3.2010 07:58 Bretadrottning lofsamar lýðræðisumbætur í Suður - Afríku Elísabet II Bretadrottning lofsamaði þær lýðræðisumbætur sem hún segir að hafi orðið í Suður-Afríku á liðnum árum í veislu sem hún hélt Jacob Zuma, forseta Suður - Afríku, í gær. 4.3.2010 07:51 Neitar að upplýsa um ástæður þess að Venables var handtekinn Jack Straw, dómsmálaráðherra Breta, segir að það þjóni ekki hagsmunum almennings að upplýst verði hvers vegna barnamorðinginn Jon Venables var handtekinn í fyrradag. Innanríkisráðherra Breta telur hins vegar að almenningur eigi rétt á að vita það. 4.3.2010 07:00 Flaug Boeing 737 próflaus í 13 ár Svíi á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn þegar að upp komst að hann hafði flogið Boeing 737 flugvélum á fölsku flugskirteini í þrettán ár. 4.3.2010 07:00 Öflugir eftirskjálftar í Chile Öflugir eftirskjálftar skóku Chile í gær á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 8,8 á Richter reið yfir á laugardag. 4.3.2010 07:00 Kanna hvort Guðbjarni hefur reynt að komast úr landi Strokufanginn af Litla Hrauni, sem skilaði sér ekki úr bæjarleyfi á laugardag, er enn ófundinn. Lögregla hefur fengið margar vísvbendingar um ferðir hans, en eftirgrennslan hefur engan árangur borið. Nú er meðal annars verið að skoða upptökur úr öryggismyndavélum í Leifsstöð, til að athuga hvort hann hefur reynt að komast úr landi.- 4.3.2010 07:00 Neita fullyrðingum um að hjálparfé hafi verið notað í stríðsrekstur Yfirvöld í Eþíópíu og alþjóðleg hjálparsamtök neita fullyrðingum breska ríkisútvarpsins, BBC, um að milljónir bandaríkjadala sem átti að nota í aðstoð fyrir hungraða á níunda áratug síðustu aldar hafi farið í stríðsrekstur. 4.3.2010 07:00 Innbrotsþjófur fluttur á slysadeild Brotist var inn í fyrirtæki við Ármúla í Reykjavík í nótt. Lögregla fann þjófinn nokkru síðar og var hann skorinn á höndum eftir glerbrot. Hann var fyrst fluttur á Slysadeild Landsspítalans, þar sem gert var að sárum hans, og síðan á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Ekki liggur fyrir hverju hann stal. 4.3.2010 06:58 Minnst sex skjálftar undir Eyjafjallajökli Að minnstakosti sex jarðskjálftar urðu undir Eyjafjallajökli í nótt, en allir undir þremur á Richter. Töluvert hefur verið um smáskjálfta á þessum slóðum að undanförnu, en jarðvísindamenn telja það þó ekki vera gosóróa, þótt jarðskorpan virðist eitthvað vera að þenjast. Upptök skjálftanna eru á allt niður í tíu kílómetra dýpi. 4.3.2010 06:51 Hætta á gjaldeyrisþurrð ef erlendu lánin berast ekki Tafir á endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hafa valdið efnahagslegum búsifjum. Þetta segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta er samhljóma mati hagfræðinga Alþýðusambandsins sem kynnt var í síðustu viku. 4.3.2010 06:00 Kyrrstaða í London Ágreiningur um kostnað Breta og Hollendinga af fjármögnun vegna greiðslu lágmarkstrygginga reikningseigenda stendur í veginum fyrir samningum um lausn Icesave-málsins. 4.3.2010 06:00 Kærir skólastjóra VÍ fyrir að reka soninn „Ég á mjög bágt með að sætta mig við að skólastjórinn geti tekið sér þetta vald og farið svona með framtíð þessara ungmenna,“ segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, móðir pilts sem vikið var úr Verzlunarskóla Íslands. 4.3.2010 06:00 Lítið um efndir ráðamanna „Það sígur áfram á ógæfuhliðina. Mannvirkjagerðin er á hliðinni og fátt sem bendir til að sú skúta fari að rétta sig af.“ 4.3.2010 05:00 Tilfellin erfið þegar aflima þarf í rústum Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ferðast nú um Sichuan-fylki í suðvestur Kína til að fylgja eftir samstarfi Íslendinga og Kínverja við uppbyggingu á jarðskjálftasvæðum. Jarðskjálfti sem nam átta á Richter reið yfir í Kína í maíbyrjun 2008 með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og milljónir misstu heimili sín. 4.3.2010 04:00 Skerðingin á starfsfé LSH er 18 milljarðar „Ef framlag ríkisins hefði haldist óbreytt síðasta áratug, og við hefðum stækkað í takt við samfélagið, hefðum við um átján milljörðum meira úr að spila en nú er,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. 4.3.2010 04:00 Sami fjöldi starfsmanna og 2006 Ekki var hægt að bregðast við athugasemd Ríkisendurskoðunar frá haustinu 2006 og fjölga starfsmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) vegna niðurskurðar í kjölfar hrunsins haustið 2008. 4.3.2010 04:00 Skuldar ríkinu 26 milljarða Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið yfir rekstur VBS fjárfestingarbanka og skipað bankanum nýja stjórn til bráðabirgða að ósk stjórnar bankans. 4.3.2010 04:00 Sveik út á greiðslukort sýslumanns Tæplega fertug kona hefur verið ákærð fyrir Héraðsdómi Austurlands fyrir fjársvik. Hún notaði greiðslukortanúmer af Master Card greiðslukorti á nafni embættis sýslumannsins í Stykkishólmi og lét skuldfæra andvirði varnings á greiðslukortareikning sýslumannsembættisins. Hún mætti við þingfestingu málsins í héraðsdómi í fyrradag og játaði sök. 4.3.2010 03:00 Skatttekjurnar lækkuðu um 30 milljarða Tekjur ríkisins af sköttum og tryggingagjaldi námu 360 milljörðum króna á síðasta ári. Er það lækkun um 30 milljarða frá 2008 þegar tekjurnar námu 391 milljarði. Lækkunin nemur 7,8 prósentum að nafnvirði en 20 prósentum að raunvirði. 4.3.2010 03:00 Undanþága þótt reglur séu brotnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur samþykkt að framlengja undanþágu til þess að hægt sé að nota Hegningarhúsið á Skólavörðustíg áfram til næstu áramóta. 4.3.2010 02:00 Fluttu þakkir 27 þúsund Íslendinga Kristján L. Möller samgönguráðherra tók í gær á móti þremur fulltrúum undirskriftasöfnunar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. 4.3.2010 01:00 Kosið í skugga hryðjuverka Að minnsta kosti þrjátíu fórust og 48 særðust í nokkrum sjálfsmorðssprengjuárásum í borginni Baquoba í Írak í gær. Einn vígamannanna var farþegi í sjúkrabíl sem var að flytja særða á sjúkrahús þegar hann sprengdi sig í loft upp. 4.3.2010 00:15 Ný gildi Landsbankans - myndband Nýtt kynningarmyndband sem Landsbankinn hefir gert fer nú eins og eldur um sinu um Internetið. Myndbandið er öllu hógværara en samskonar myndband sem Kaupþing gerði fyrir hrun. 3.3.2010 19:30 Þingmaður VG vill verja loftrýmisgæslupening í annað Íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga um tíu milljónir króna fyrir loftrýmisgæslu danskra herflugvéla þrátt fyrir að engin þörf sé á slíkri gæslu. 3.3.2010 19:15 Grunaður maður sérstakur ráðgjafi lífeyrissjóðanna Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka er sérstakur ráðgjafi lífeyrissjóðanna vegna krafna þeirra á hendur Byr. Hann hefur stöðu grunaðs í rannsókn sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á milljarðs viðskiptum sem tengjast sparisjóðnum. 3.3.2010 19:00 Erlend pör sem koma í tæknifrjóvgun til Íslands fjölgað verulega Erlendum pörum sem koma hingað til lands í tæknifrjóvganir hefur fjölgað verulega eftir hrunið. Góður árangur íslenskra lækna og lágt gengi krónunnar skipta þar mestu máli. 3.3.2010 18:55 Sífellt færri fjölskyldur eiga fyrir mat Sífellt færri eiga fyrir mat og þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda. Allt að helmingsaukning hefur orðið hjá nokkrum þeirra á einu ári. Eitt þeirra skoðar að draga úr matarúthlutun. 3.3.2010 18:45 Bjartsýn á icesave-samkomulag í kvöld Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur líklegt að nýtt samkomulag náist í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga í kvöld. Hins vegar bendi allt til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á tilsettum tíma. 3.3.2010 18:30 Fjölmiðlastöð opnuð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar Íslensk stjórnvöld opnuðu í morgun fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn en um þrjátíu erlendir fréttamiðlar hafa boðað komu sína til Íslands vegna fyrirhugaðs þjóðaratkvæðis um Icesave-lögin samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 3.3.2010 17:24 Við fengum öll Edduna Íslenska þjóðin hlaut heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2010 við afhendingu Edduverðlaunanna á laugardaginn var. 3.3.2010 16:16 Alþingi götunnar komið á fót - kröfuganga á laugardag Nokkur grasrótarsamtök, Hagsmunasamtök heimilanna þar á meðal, áforma að standa fyrir göngu niður Laugaveginn frá Hlemmi klukkan tvö á laugardag. Gengið verður á Austurvöll og þar verður Alþingi götunnar formlega komið á fót. Í tilkynningu frá samtökunum, sem hafa sameiginlega ást á lýðræðislegum gildum og valdi fólksins yfir eigin lífi, segir að markmiðið sé að gefa skýr skilaboð til umheimsins. 3.3.2010 15:30 Jarðskjálftinn í Chile færði möndul jarðar Vísindamaður við bandarísku Geimvísindastofnunina segir að jarðskjálftinn mikli í Chile hafi að öllum líkindum fært möndul jarðar til um átta sentimetra. 3.3.2010 13:58 Ríkislögreglustjóri ánægður með traustið Ríkislögreglustjóri lýsir ánægju með að aldrei hafi fleiri lýst trausti til lögreglunnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Í síðasta Þjóðarpúlsi segjast rúmlega 81 prósent bera mikið traust til lögreglunnar og hefur lögreglan aldrei mælsti svo hátt. 3.3.2010 16:26 Grikkir herða enn sultarólina Stjórnvöld í Grikklandi kynntu í dag nýjar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Meðal annars á að frysta samstundis allar eftirlaunagreiðslur, opinberir starfsmenn verða lækkaðir enn meira í launum og tollar og virðisaukaskattur hækka til muna. 3.3.2010 16:51 Landspítalinn kaupir nýtt tölvusneiðmyndatæki Í dag var skrifað undir samning um kaup á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir Landspítala og verður það tekið í notkun í byrjun maímánaðar. Í tilkynningu frá spítalanum segir að tækið gefi þversniðs- og þrívíddarmyndir af líffærum og séu ein mikilvirkustu greiningartæki sem notuð eru í læknisfræði í dag. 3.3.2010 15:59 Höfnuðu gegnumlýsingu á flugvelli Tvær múslimakonur urðu fyrstu farþegarnir sem neituðu að fara í gegnumlýsingarvél sem komið hefur verið upp á flugvellinum í Manchester í Bretlandi. 3.3.2010 15:38 Sjá næstu 50 fréttir
Krakkar stjórna flugumferð -upptaka Flugumferðarstjóra á Kennedy flugvelli hefur verið vikið tímabundið úr starfi og rannsókn fyrirskipuð á því að hann leyfði börnum sínum að taka þátt í umferðarstjórninni. 4.3.2010 10:52
Danir vilja að Íslendingar borgi að fullu 45% Dana telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka. Þetta kemur fram í könnun MMR. Niðurstöðurnar í Danmörku eru frábrugðnar því sem kom í ljós í sambærilegum könnunum meðal almennings í Svíþjóð og Noregi þar sem fram kom að 21% Svía og 33% Norðmanna töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. 4.3.2010 10:46
Munu stöðva allar tilraunir til að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni Allar tillögur til þess að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni verða felldar í þinginu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag. 4.3.2010 10:43
Tuttugu ár liðin frá sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa Eftir viku verða liðin 20 ár frá því að þingið í Litháen ákvað að lýsa yfir sjálfstæði. Af því tilefni hefur utanríkismálanefnd Alþingis lagt fram tillögu um að Alþingi Íslendinga sendi Litháum sérstakar heillaóskir. Ísland var fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæði Litháen. 4.3.2010 10:05
British Airways í stríð við flugfreyjur Sexþúsund starfsmenn hjá British Airways hafa boðist til þess að ganga í störf flugfreyja ef til verkfalls kemur. 4.3.2010 10:03
Slökkviliðsmenn segja Flugstoðir stefna mannslífum í hættu Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent frá sér harðorða ályktun varðandi viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Flugstoðir ehf. stefni mannslífum í hættu með því að gera einungis ráð fyrir tveimur slökkviliðsmönnum á vakt hverju sinni. 4.3.2010 09:56
Telpan var ekki Madeleine Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur sannreynt að lítil telpa sem sást á öryggismyndavél í stórmarkaði þar í landi var ekki Madeleine McCann. 4.3.2010 09:47
Landskjörstjórn kemur saman Landskjörstjórn kemur saman seinnipartinn á morgun vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á laugardaginn. Kjörstjórnin fundar aftur um miðjan dag á laugardag og aftur um kvöldið þegar talning atkvæða fer fram. 4.3.2010 09:45
Morðingi Bulgers handtekinn vegna fíkniefnaneyslu og ofbeldis Jon Venables, annar þeirra sem myrti James litla Bulger, árið 1993 var handtekinn vegna fíkniefnaneyslu og ofbeldisfullrar hegðunar, segir Daily Telegraph. Lögreglan hafði tvívegis afskipti af Venables. 4.3.2010 09:36
Flest bendir til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram Fjögurra klukkustunda fundi samninganefndar Íslands og Hollendinga og Breta um Icesave málið lauk í London í gærkvöldi án árangurs. Annar fundur hefur ekki verið boðaður en íslanska samninganefndin er þó ekki á heimleið. 4.3.2010 07:58
Bretadrottning lofsamar lýðræðisumbætur í Suður - Afríku Elísabet II Bretadrottning lofsamaði þær lýðræðisumbætur sem hún segir að hafi orðið í Suður-Afríku á liðnum árum í veislu sem hún hélt Jacob Zuma, forseta Suður - Afríku, í gær. 4.3.2010 07:51
Neitar að upplýsa um ástæður þess að Venables var handtekinn Jack Straw, dómsmálaráðherra Breta, segir að það þjóni ekki hagsmunum almennings að upplýst verði hvers vegna barnamorðinginn Jon Venables var handtekinn í fyrradag. Innanríkisráðherra Breta telur hins vegar að almenningur eigi rétt á að vita það. 4.3.2010 07:00
Flaug Boeing 737 próflaus í 13 ár Svíi á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn þegar að upp komst að hann hafði flogið Boeing 737 flugvélum á fölsku flugskirteini í þrettán ár. 4.3.2010 07:00
Öflugir eftirskjálftar í Chile Öflugir eftirskjálftar skóku Chile í gær á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 8,8 á Richter reið yfir á laugardag. 4.3.2010 07:00
Kanna hvort Guðbjarni hefur reynt að komast úr landi Strokufanginn af Litla Hrauni, sem skilaði sér ekki úr bæjarleyfi á laugardag, er enn ófundinn. Lögregla hefur fengið margar vísvbendingar um ferðir hans, en eftirgrennslan hefur engan árangur borið. Nú er meðal annars verið að skoða upptökur úr öryggismyndavélum í Leifsstöð, til að athuga hvort hann hefur reynt að komast úr landi.- 4.3.2010 07:00
Neita fullyrðingum um að hjálparfé hafi verið notað í stríðsrekstur Yfirvöld í Eþíópíu og alþjóðleg hjálparsamtök neita fullyrðingum breska ríkisútvarpsins, BBC, um að milljónir bandaríkjadala sem átti að nota í aðstoð fyrir hungraða á níunda áratug síðustu aldar hafi farið í stríðsrekstur. 4.3.2010 07:00
Innbrotsþjófur fluttur á slysadeild Brotist var inn í fyrirtæki við Ármúla í Reykjavík í nótt. Lögregla fann þjófinn nokkru síðar og var hann skorinn á höndum eftir glerbrot. Hann var fyrst fluttur á Slysadeild Landsspítalans, þar sem gert var að sárum hans, og síðan á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Ekki liggur fyrir hverju hann stal. 4.3.2010 06:58
Minnst sex skjálftar undir Eyjafjallajökli Að minnstakosti sex jarðskjálftar urðu undir Eyjafjallajökli í nótt, en allir undir þremur á Richter. Töluvert hefur verið um smáskjálfta á þessum slóðum að undanförnu, en jarðvísindamenn telja það þó ekki vera gosóróa, þótt jarðskorpan virðist eitthvað vera að þenjast. Upptök skjálftanna eru á allt niður í tíu kílómetra dýpi. 4.3.2010 06:51
Hætta á gjaldeyrisþurrð ef erlendu lánin berast ekki Tafir á endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hafa valdið efnahagslegum búsifjum. Þetta segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta er samhljóma mati hagfræðinga Alþýðusambandsins sem kynnt var í síðustu viku. 4.3.2010 06:00
Kyrrstaða í London Ágreiningur um kostnað Breta og Hollendinga af fjármögnun vegna greiðslu lágmarkstrygginga reikningseigenda stendur í veginum fyrir samningum um lausn Icesave-málsins. 4.3.2010 06:00
Kærir skólastjóra VÍ fyrir að reka soninn „Ég á mjög bágt með að sætta mig við að skólastjórinn geti tekið sér þetta vald og farið svona með framtíð þessara ungmenna,“ segir Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, móðir pilts sem vikið var úr Verzlunarskóla Íslands. 4.3.2010 06:00
Lítið um efndir ráðamanna „Það sígur áfram á ógæfuhliðina. Mannvirkjagerðin er á hliðinni og fátt sem bendir til að sú skúta fari að rétta sig af.“ 4.3.2010 05:00
Tilfellin erfið þegar aflima þarf í rústum Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ferðast nú um Sichuan-fylki í suðvestur Kína til að fylgja eftir samstarfi Íslendinga og Kínverja við uppbyggingu á jarðskjálftasvæðum. Jarðskjálfti sem nam átta á Richter reið yfir í Kína í maíbyrjun 2008 með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og milljónir misstu heimili sín. 4.3.2010 04:00
Skerðingin á starfsfé LSH er 18 milljarðar „Ef framlag ríkisins hefði haldist óbreytt síðasta áratug, og við hefðum stækkað í takt við samfélagið, hefðum við um átján milljörðum meira úr að spila en nú er,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. 4.3.2010 04:00
Sami fjöldi starfsmanna og 2006 Ekki var hægt að bregðast við athugasemd Ríkisendurskoðunar frá haustinu 2006 og fjölga starfsmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra (RLS) vegna niðurskurðar í kjölfar hrunsins haustið 2008. 4.3.2010 04:00
Skuldar ríkinu 26 milljarða Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið yfir rekstur VBS fjárfestingarbanka og skipað bankanum nýja stjórn til bráðabirgða að ósk stjórnar bankans. 4.3.2010 04:00
Sveik út á greiðslukort sýslumanns Tæplega fertug kona hefur verið ákærð fyrir Héraðsdómi Austurlands fyrir fjársvik. Hún notaði greiðslukortanúmer af Master Card greiðslukorti á nafni embættis sýslumannsins í Stykkishólmi og lét skuldfæra andvirði varnings á greiðslukortareikning sýslumannsembættisins. Hún mætti við þingfestingu málsins í héraðsdómi í fyrradag og játaði sök. 4.3.2010 03:00
Skatttekjurnar lækkuðu um 30 milljarða Tekjur ríkisins af sköttum og tryggingagjaldi námu 360 milljörðum króna á síðasta ári. Er það lækkun um 30 milljarða frá 2008 þegar tekjurnar námu 391 milljarði. Lækkunin nemur 7,8 prósentum að nafnvirði en 20 prósentum að raunvirði. 4.3.2010 03:00
Undanþága þótt reglur séu brotnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur samþykkt að framlengja undanþágu til þess að hægt sé að nota Hegningarhúsið á Skólavörðustíg áfram til næstu áramóta. 4.3.2010 02:00
Fluttu þakkir 27 þúsund Íslendinga Kristján L. Möller samgönguráðherra tók í gær á móti þremur fulltrúum undirskriftasöfnunar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. 4.3.2010 01:00
Kosið í skugga hryðjuverka Að minnsta kosti þrjátíu fórust og 48 særðust í nokkrum sjálfsmorðssprengjuárásum í borginni Baquoba í Írak í gær. Einn vígamannanna var farþegi í sjúkrabíl sem var að flytja særða á sjúkrahús þegar hann sprengdi sig í loft upp. 4.3.2010 00:15
Ný gildi Landsbankans - myndband Nýtt kynningarmyndband sem Landsbankinn hefir gert fer nú eins og eldur um sinu um Internetið. Myndbandið er öllu hógværara en samskonar myndband sem Kaupþing gerði fyrir hrun. 3.3.2010 19:30
Þingmaður VG vill verja loftrýmisgæslupening í annað Íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga um tíu milljónir króna fyrir loftrýmisgæslu danskra herflugvéla þrátt fyrir að engin þörf sé á slíkri gæslu. 3.3.2010 19:15
Grunaður maður sérstakur ráðgjafi lífeyrissjóðanna Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka er sérstakur ráðgjafi lífeyrissjóðanna vegna krafna þeirra á hendur Byr. Hann hefur stöðu grunaðs í rannsókn sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á milljarðs viðskiptum sem tengjast sparisjóðnum. 3.3.2010 19:00
Erlend pör sem koma í tæknifrjóvgun til Íslands fjölgað verulega Erlendum pörum sem koma hingað til lands í tæknifrjóvganir hefur fjölgað verulega eftir hrunið. Góður árangur íslenskra lækna og lágt gengi krónunnar skipta þar mestu máli. 3.3.2010 18:55
Sífellt færri fjölskyldur eiga fyrir mat Sífellt færri eiga fyrir mat og þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda. Allt að helmingsaukning hefur orðið hjá nokkrum þeirra á einu ári. Eitt þeirra skoðar að draga úr matarúthlutun. 3.3.2010 18:45
Bjartsýn á icesave-samkomulag í kvöld Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur líklegt að nýtt samkomulag náist í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga í kvöld. Hins vegar bendi allt til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram á tilsettum tíma. 3.3.2010 18:30
Fjölmiðlastöð opnuð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar Íslensk stjórnvöld opnuðu í morgun fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn en um þrjátíu erlendir fréttamiðlar hafa boðað komu sína til Íslands vegna fyrirhugaðs þjóðaratkvæðis um Icesave-lögin samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 3.3.2010 17:24
Við fengum öll Edduna Íslenska þjóðin hlaut heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2010 við afhendingu Edduverðlaunanna á laugardaginn var. 3.3.2010 16:16
Alþingi götunnar komið á fót - kröfuganga á laugardag Nokkur grasrótarsamtök, Hagsmunasamtök heimilanna þar á meðal, áforma að standa fyrir göngu niður Laugaveginn frá Hlemmi klukkan tvö á laugardag. Gengið verður á Austurvöll og þar verður Alþingi götunnar formlega komið á fót. Í tilkynningu frá samtökunum, sem hafa sameiginlega ást á lýðræðislegum gildum og valdi fólksins yfir eigin lífi, segir að markmiðið sé að gefa skýr skilaboð til umheimsins. 3.3.2010 15:30
Jarðskjálftinn í Chile færði möndul jarðar Vísindamaður við bandarísku Geimvísindastofnunina segir að jarðskjálftinn mikli í Chile hafi að öllum líkindum fært möndul jarðar til um átta sentimetra. 3.3.2010 13:58
Ríkislögreglustjóri ánægður með traustið Ríkislögreglustjóri lýsir ánægju með að aldrei hafi fleiri lýst trausti til lögreglunnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Í síðasta Þjóðarpúlsi segjast rúmlega 81 prósent bera mikið traust til lögreglunnar og hefur lögreglan aldrei mælsti svo hátt. 3.3.2010 16:26
Grikkir herða enn sultarólina Stjórnvöld í Grikklandi kynntu í dag nýjar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Meðal annars á að frysta samstundis allar eftirlaunagreiðslur, opinberir starfsmenn verða lækkaðir enn meira í launum og tollar og virðisaukaskattur hækka til muna. 3.3.2010 16:51
Landspítalinn kaupir nýtt tölvusneiðmyndatæki Í dag var skrifað undir samning um kaup á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir Landspítala og verður það tekið í notkun í byrjun maímánaðar. Í tilkynningu frá spítalanum segir að tækið gefi þversniðs- og þrívíddarmyndir af líffærum og séu ein mikilvirkustu greiningartæki sem notuð eru í læknisfræði í dag. 3.3.2010 15:59
Höfnuðu gegnumlýsingu á flugvelli Tvær múslimakonur urðu fyrstu farþegarnir sem neituðu að fara í gegnumlýsingarvél sem komið hefur verið upp á flugvellinum í Manchester í Bretlandi. 3.3.2010 15:38