Innlent

Sumarhús Bakkabróður vekur athygli víða

Húsið stendur á besta stað í Fljótshlíð.
Húsið stendur á besta stað í Fljótshlíð. MYND/Stöð 2

Hið vægast sagt glæsilega sumarhús Lýðs Guðmundssonar sem oft er kenndur við Bakkavör hefur vakið þónokkra athygli á heimasíðum og í blöðum sem helga sig hönnun. Húsið er í Fljótshlíðinni og er teiknað af Guðmundi Jónssyni arkitekt sem búsettur er í Noregi.

Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósepsson tók myndir af húsinu og má finna þær víða um veraldarvefinn eins og þessir hlekkir hér að neðan sýna. Af myndunum má ráða að litlu hefur verið til sparað til að gera húsið sem glæsilegast úr garði. Bygging þess hófst árið 2007 og henni lauk í fyrra.

Síðar í dag munu kröfuhafar Bakkavarar taka ákvörðun um hvort nauðasamningar félagsins verði samþykktir.

Hér og hér og hér má sjá myndirnar af hinu glæsilega húsi sem gengur undir nafninu Casa G.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×