Innlent

Stjórnvísi afhenti verðlaun

Verðlaunahafar ásamt forsetanum.
Verðlaunahafar ásamt forsetanum.
Fjórir fengu afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi sem veitt voru í fyrsta sinn í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar.



Að þessu sinni hlutu stjórnunarverðlaunin:

1. Í flokki fjármálastjórnunar: Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar.

2. Í flokki mannauðsstjórnunar: Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas.

3. Í flokki þjónustustjórnunar: Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÁTVR.

4. Sérstök hvatningarverðlaun hlaut: Unnur Ágústsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×