Innlent

Guðbjarni búinn að gefa sig fram

Pólstjörnumaðurinn Guðbjarni Traustason gaf sig fram til lögreglunnar á Selfossi í kvöld. Hans hefur verið leitað síðan á laugardaginn en þá hafði hann verið í dagsleyfi og skilaði sér ekki til baka á Litla Hraun. Grunur lék á að hann hefði yfirgefið landið en svo virðist ekki vera.

Guðbjarni, sem er 27 ára gamall, var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Málið vakti gríðarlega athygli en það var kallað Pólstjörnumálið sem var heiti lögreglunnar á rannsókn málsins.

Ekki er vitað um ferðir Guðbjarna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.