Fleiri fréttir

Fyrsta verk Kolbrúnar var að loka spjallsvæði

Fyrsta verk nýkjörins forseta Bandalags íslenskra listamanna var að láta loka spjallsvæði bandalagsins sem hefur gert lítið annað en að safna auglýsingum frá erlendum klámsíðum.

Gylfi: Atvinnurekendur of svartsýnir

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að atvinnurekendur séu of svartsýnir á þróun efnahagsmála á þessu ári. Efnahagur landsins þróist til betri vegar verði Icesave deilan leidd til lykta og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn haldi.

Gefa kost á sér á Seltjarnarnesi

Samfylkingin á Seltjarnarnesi efnir til forvals vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sex gefa kost á sér, fjórar konur og tveir karlar. Samfylkingin hefur aldrei áður boðið fram sjálfstætt í bæjarfélaginu.

Efast um að gömlu lögin geti staðið óbreytt

Fjármálaráðherra efast um að gömlu Icesave lögin geti staðið óbreytt ef nýju lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Icesave málið gæti því lent aftur á byrjunarreit hafni þjóðin nýju lögunum.

Svar ekki borist

Forystumenn ríkisstjórnarinnar komu saman til fundar í stjórnarráðinu síðdegis í dag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur enn ekkert svar borist frá Bretum og Hollendingum um hvort hægt verði að taka upp samningaviðræður að nýju í Icesave málinu.

Meiri líkur á greiðslufalli

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, segir að horfurnar í efnahagsmálum þjóðarinnar séu mun dekkri en fyrir einu og hálfu ári þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað fyrst. Hann segir að líkur á greiðslufalli ríkissjóðs séu mun meiri núna en þá.

Vatnsleki í Iðufelli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld að fjölbýlishúsi í Iðufelli í Breiðholti vegna vatnsleika. Þá hafði heitt vatn flætt um gólf í húsinu. Ekki er vitað hvort mikið tjón hafi orðið vegna þessa.

Þyrla flutti slasað fólk til Reykavíkur

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti rétt í þessu við Landspítalann í Fossvogi með tvo einstaklinga sem slösuðust í bílveltu vestan við Grundarfjörð seinnipartinn í dag.

Djákninn kominn til Dóminíska lýðveldisins

Halldór Elías Guðmundsson, djákni, og samnemendur hans eru komnir frá Haítí til Dómíníska lýðveldisins. Halldór var eini Íslendingurinn sem staddur var í landinu þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku, nánar til tekið í borginni Jacmel.

Bush saknar ekki sviðsljóssins

George Bush segir að hann sakni ekki sviðsljóssins og athyglinnar sem fylgir forsetaembættinu. Barack Obama, nýverandi forseti, átti fund með Bush og Bill Clinton í Hvíta húsinu í gær um ástandið á Haítí. Þar óskaði Obama eftir því forsetarnir fyrrverandi myndu skipuleggja fjársöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans.

Hlín komin til Haítí

Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nú komin til Port au Prince, höfuðborgar Haítí. Hún hélt af stað síðdegis á fimmtudag. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins.

Björgunaraðgerðir ganga hægt

Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Á ofsahraða í Eldhrauni

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 22 ökumenn fyrir að aka of hratt á tímabilinu 4. til 18. janúar. Sá sem ók hraðast var á 147 kílómetra hraða í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Hann má eiga von á sviptingu ökuleyfis og hárri sekt fyrir brotið.

Icesave of flókið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir Icesave deiluna of flókna til að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við Svenska Dagbladet sem Bloomberg fréttveitan vitnar í varar Steingrímur við afleiðingum þess að Icesave lögunum sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinn neitaði síðar að staðfesta verði hafnað í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtalinu segist Steingrímur vonast til þess að hægt verði að ná nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga.

Karl og konu bjargað í Port au Prince

Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna.

Tveir vilja fyrsta sætið hjá VG

Forval Vinstri grænna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor verður haldið laugardaginn 6. febrúar. Kjörið er opið öllum félagsmönnum í flokksins á Akureyri, en kjörskrá verður lokað þann 27. janúar. Baldvin H Sigurðsson, núverandi oddviti flokksins í bæjarfélaginu, og Andrea Hjálmarsdóttir gefa bæði kost á sér í fyrsta sætið.

Hafísinn færist nær

Hafís færist nær og nær landi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning í hádeginu frá skipi sem leið átti um svæðið norðvestan af landi að hafísrönd lægi frá stað um 2 sjómílum norður af Óðinsboða að stað um 3,5 sjómílur austsuðaustur frá Horni.

Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna

26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans.

Forsetakosningar í Úkraínu

Forsetakosningar fara fram í Úkraínu í dag en ekki er talið að neinn frambjóðandi fái meiri en 50% atkvæði og því lítur allt út fyrir að kjósa þurfi á nýjan leik á milli tveggja efstu manna eftir daginn í dag. 18 gefa kost á sér en Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Janukovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð góðu gengi.

Vígamenn féllu í árás Bandaríkjamanna

Að minnsta kosti 15 liðsmenn samtaka herskárra múslima féllu í flugskeytaárás Bandaríkjahers í norðvesturhluta Pakistan í gær. Fullyrt er að þeir hafi allir verið af erlendu bergi brotna en dvalið í Pakistan til að vinna gegn þarlendum stjórnvöldum.

„Ég vona að þjóðin segi stórt og feitt nei"

„Það er alls ekki þannig að stjórnarandstaðan vilji ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Eitthvað mikið þurfi að ganga á áður en hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin.

Frjálslyndir eiga ekki fyrir skuldum

Frjálslyndi flokkurinn hyggst taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í vor. Formaður flokksins segir að fjárhagstaðan sé slæm og að flokkurinn eigi ekki fyrir skuldum.

Ósamræmi í yfirlýsingum norrænna ráðamanna

Ósamræmis gætir í yfirlýsingum norrænna ráðamanna um hvort áfram verði staðið við lánafyrirgreiðslur til Íslands. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsin á efnahagsáætlun Íslands tefst ef norrænu ríkin fresta afgreiðslu lána.

19 gefa kost á sér í forvali VG

Nítján gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, 7 konur 12 karlar.

AGS á enga aðdáendur í Vinstri grænum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á enga aðdáendur í Vinstri grænum segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Andstaða flokksins við inngöngu Íslands í Evrópusambandið var ítrekuð á flokkráðstefnu sem lauk í gær.

Ástandið verra í grennd við Port au Prince

Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag.

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um tæplega 13% að jafnaði frá og með 1. febrúar 2010. Gjald fyrir staka ferð í fyrsta gjaldflokki, sem er fyrir ökutæki styttri en sex metrar, fer úr 800 í 900 krónur. Afkoma Spalar sem rekur göngin undanfarin ár kalla á gjaldskrárbreytinguna. Fyrirtækið hefur einu sinni áður hækkað veggjaldið frá því göngin voru opnuð í júlí 1998, að fram kemur í tilkynningu.

Búa sig undir verkefni dagsins

Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum.

Bróðir Eldu á lífi

Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar.

Útskrifaður af gjörgæsludeild

Karlmaðurinn sem var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild eftir að hann ók vélsleða á vegg við Funahöfða í Reykjavík 7. janúar var útskrifaður af gjörgæsludeild á föstudag. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.

Íslenskum karlmanni byrluð ólyfjan í Tælandi

Þrjár konur byrluðu íslenskum karlmanni ólyfjan og rændu af honum rúmlega 300 þúsund krónum í Tælandi á aðfaranótt laugardags. Frá þessu er greint á tælenskum fréttamiðlum í dag.

Tveimur stúlkum bjargað

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum.

Frjálslyndir bjóða fram í vor

Frjálslyndi flokkurinn hyggst taka þátt í bæjar og sveitarstjórnarkosningunum í vor. Miðstjórn flokksins fundaði í gær en fram kemur á heimasíðu flokksins að skipuð verði þriggja manna nefnd til að fara yfir málið og koma með tillögur um næstu skref.

Hálka á Hellisheiði

Á Hellisheiði er hálka en krapi í Þrengslunum. Vegir eru annars auðir á Suðurlandi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Annasöm nótt hjá lögreglu - fangageymslur fullar

Nóttin var afar annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og segir varðstjóri að frá miðnætti til klukkan sjö í morgun hafi verið vitlaust að gera. Þá komu 102 mál inn á borð lögreglu sem þykir heldur mikið og eru allar fangageymslur fullar.

Ætla að halda Gauraflokk í fjórða sinn

KFUM ætlar að halda sumarbúðir í sumar fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Ef fer sem horfir, verður þetta í fjórða sinn sem hópurinn er haldinn.

Vilja endurskoða hugmyndir um fækkun ráðuneyta

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem haldinn haldinn á Akureyri um helgina skorar á stjórn og þingflokk VG að áform um endurskipulagningu stjórnarráðsins verði endurskoðuð í ljósi breyttra aðstæðna og yfirfarin áður en frekari skref verða tekin.

Breskir hermenn féllu í Afganistan

Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Afganistan í gær. Skömmu áður lenti flugvél með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, á flugvellinum í Kabúl en hann ætlar að funda með ráðamönnum um framtíð landsins um helgina.

„Flokksráð VG veður reyk“

„Flokksráð VG veður reyk og heldur að Ísland glati sjálfstæði sínu við aðild að ESB. Ekkert aðildarríkja hefur glatað sjálfstæði sínu við aðild,“ segir á vef Evrópusamtakanna um ályktun flokksráðs Vinstri grænna um Evrópumál sem samþykkt var á fundi ráðsins á Akureyri fyrr í dag. Formaður Evrópusamtakanna segir ljóst að hugsanleg aðild Íslands að sambandinu snúist um það hvort að Íslendingar vilji vera óvirkir viðtakendur eða virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu.

Íslenska sveitin komin til búða

Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú komin til búða á flugvellinum í höfuðborginni eftir erfiðan dag og fá meðlimir kærkomna hvíld eftir að hafa eingöngu sofið í fjórar til sex klukkustundir undanfarnar nætur.

Hvanndalsbræður og Jógvan komust áfram

Hvanndalsbræður og Jógvan Hansen komust í kvöld í úrslitaþáttinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem valið verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Osló í maí.

Piparúða beitt í Hong Kong

Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í dag. Þar var verið að mótmæla áætlunum yfirvalda um að tengja Hong Kong við hraðlestarkerfið á meginlandinu.

Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí

Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí í dag þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Forsætisráðherra landsins telur að yfir 100 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem varð fyrr í vikunni.

Margir vilja annað sæti á lista Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Fjórir sækjast eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Oddviti flokksins vill að félagshyggjuflokkarnir taki við stjórn borgarinnar. Þá vilja einnig margir annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúma fjóra mánuði

Sjá næstu 50 fréttir