Erlent

Forsetakosningar í Úkraínu

Forsætisráðherrann Júlía Tímósjenkó greiddi atkvæði í borginni Dnipropetrovsk í morgun. Mynd/AP
Forsætisráðherrann Júlía Tímósjenkó greiddi atkvæði í borginni Dnipropetrovsk í morgun. Mynd/AP
Forsetakosningar fara fram í Úkraínu í dag en ekki er talið að neinn frambjóðandi fái meiri en 50% atkvæði og því lítur allt út fyrir að kjósa þurfi á nýjan leik á milli tveggja efstu manna eftir daginn í dag. 18 gefa kost á sér en Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Janukovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð góðu gengi.

Slæmt efnahagsástand og það hversu illa hefur tekist að uppræta spillingu innan stjórnkerfisins hefur haft mikil áhrif í kosningabaráttunni og því er búist við því að Viktor Júsjenko, núverandi forseti og einn af leiðtogum appelsínugulu byltingarinnar árið 2004, hellist úr lestinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×