Innlent

Frjálslyndir eiga ekki fyrir skuldum

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. Mynd/Hörður Sveinsson
Frjálslyndi flokkurinn hyggst taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í vor. Formaður flokksins segir að fjárhagstaðan sé slæm og að flokkurinn eigi ekki fyrir skuldum.

Miðstjórn Frjálslynda flokksins fundaði um þátttöku flokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í gær. Skipuð verður þriggja manna nefnd til að fara yfir málið og koma með tillögur um næstu skref.

„Það er þegar búið að ákveða að við verðum í Í-listanum vestur á Ísafirði þar sem við verðumí sameiginlegu framboði með Vinstri grænum og Samfylkingu. Síðan eru menn að ráðgera að bjóða fram í Kópavogi svo kom fram á fundinum í gær áhugi manna í Skagafirði og Grindavík," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Ekki liggur fyrir hvort flokkurinn bjóði fram í Reykjavík. Fjárhagsstaða flokksins er slæm. „Hún er þannig að við eigum ekki fyrir skuldum eins og er. Við erum að reyna að vinna úr því," segir Guðjón Arnar.


Tengdar fréttir

Frjálslyndir bjóða fram í vor

Frjálslyndi flokkurinn hyggst taka þátt í bæjar og sveitarstjórnarkosningunum í vor. Miðstjórn flokksins fundaði í gær en fram kemur á heimasíðu flokksins að skipuð verði þriggja manna nefnd til að fara yfir málið og koma með tillögur um næstu skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×