Innlent

Frjálslyndir bjóða fram í vor

Frjálslyndi flokkurinn hyggst taka þátt í bæjar og sveitarstjórnarkosningunum í vor. Miðstjórn flokksins fundaði í gær en fram kemur á heimasíðu flokksins að skipuð verði þriggja manna nefnd til að fara yfir málið og koma með tillögur um næstu skref.

Þá segir einnig að flokkurinn sjái nú til lands í fjármálum en næsti miðstjórnarfundur verður haldinn í byrjun næsta mánaðar.

Frjálslyndi flokkurinn þurrkaðist út af þingi í kosningunum í apríl á síðasta ári. Í bæjarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum fengu Frjálslyndir nokkra bæjarfulltrúa kjörna meðal annars á Akranesi og í Grindavík, en þeir hafa nú sagt skilið við flokkinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×