Innlent

Þyrla flutti slasað fólk til Reykavíkur

Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti rétt í þessu við Landspítalann í Fossvogi með tvo einstaklinga sem slösuðust í bílveltu vestan við Grundarfjörð seinnipartinn í dag.

Sjúkrabíll og þyrla Gæslunnar mættust klukkan rúmlega hálfsex á Kaldárvallaflugvelli, sunnan við Eldborgarhraun og þar voru hinir slösuðu fluttir um borð. Þyrlan fór í loftið um sexleitið og hélt þá til Reykjavíkur.

Ekki er vitað hversu mikið fólkið slasað er.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×