Erlent

Breskir hermenn féllu í Afganistan

Miliband og Karzai fyrr í dag. Mynd/AP
Miliband og Karzai fyrr í dag. Mynd/AP
Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Afganistan í gær. Skömmu áður lenti flugvél með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, á flugvellinum í Kabúl en hann ætlar að funda með ráðamönnum um framtíð landsins um helgina.

Enginn hefur lýst árásinni, sem var gerð í Helmand-héraði suður af Kabúl, á hendur sér en talið er að Talíbanar beri ábyrgð á henni. 249 breskir hermenn hafa fallið í átökunum í Afganistan síðan 2001.

Heimsókn Milibands til Kabúls er hluti af undirbúningi breskra yfirvalda fyrir alþjóðlega ráðstefnu um Afganistan og framtíð landsins sem fer fram í London 28. janúar. Miliband fundaði með Hamid Karzai, forseta Afganistans, í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×