Hlín komin til Haítí 17. janúar 2010 17:04 Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nú komin til Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí. Mynd/GVA Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nú komin til Port au Prince, höfuðborgar Haítí. Hún hélt af stað síðdegis á fimmtudag. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins. Tæplega 200 alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru nú að störfum á hamfarasvæðinu auk þúsunda sjálfboðaliða Rauða krossins í Haítí, að fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Þar segir að neyðarteymi Rauða krossins vinni nú að því að setja upp vatnshreinsistöðvar á opnum svæðum þar sem fólk hefur safnast saman og hefst við undir beru lofti. Þegar hefur tekist að koma upp búnaði sem þjónar þúsundum manna. Tjaldsjúkrahús með aðstöðu til að framkvæma flóknar skurðaðgerðir og annast slasaða hafa verið reist, og eins eru færanleg sjúkrateymi að störfum um borgina. Þá verður unnið að því að setja sem fyrst upp bráðabirgðaskýli fyrir heimilislausa. Tengdar fréttir Tveimur stúlkum bjargað Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum. 17. janúar 2010 10:01 Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 17. janúar 2010 17:00 Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna 26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans. 17. janúar 2010 14:46 Bróðir Eldu á lífi Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar. 17. janúar 2010 11:36 Karl og konu bjargað í Port au Prince Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna. 17. janúar 2010 15:16 Ástandið verra í grennd við Port au Prince Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag. 17. janúar 2010 12:30 Búa sig undir verkefni dagsins Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum. 17. janúar 2010 12:04 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nú komin til Port au Prince, höfuðborgar Haítí. Hún hélt af stað síðdegis á fimmtudag. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins. Tæplega 200 alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru nú að störfum á hamfarasvæðinu auk þúsunda sjálfboðaliða Rauða krossins í Haítí, að fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Þar segir að neyðarteymi Rauða krossins vinni nú að því að setja upp vatnshreinsistöðvar á opnum svæðum þar sem fólk hefur safnast saman og hefst við undir beru lofti. Þegar hefur tekist að koma upp búnaði sem þjónar þúsundum manna. Tjaldsjúkrahús með aðstöðu til að framkvæma flóknar skurðaðgerðir og annast slasaða hafa verið reist, og eins eru færanleg sjúkrateymi að störfum um borgina. Þá verður unnið að því að setja sem fyrst upp bráðabirgðaskýli fyrir heimilislausa.
Tengdar fréttir Tveimur stúlkum bjargað Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum. 17. janúar 2010 10:01 Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 17. janúar 2010 17:00 Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna 26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans. 17. janúar 2010 14:46 Bróðir Eldu á lífi Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar. 17. janúar 2010 11:36 Karl og konu bjargað í Port au Prince Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna. 17. janúar 2010 15:16 Ástandið verra í grennd við Port au Prince Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag. 17. janúar 2010 12:30 Búa sig undir verkefni dagsins Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum. 17. janúar 2010 12:04 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Tveimur stúlkum bjargað Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum. 17. janúar 2010 10:01
Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðir á Haítí ganga hægt en erfiðlega hefur reynst að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa eftir jarðskjálftann í síðustu viku. Fram kemur á fréttavef BBC að stærsta vandamál hjálparstarfsmanna sé að koma öllum þeim hjálpargögnum sem send hafa verið til landsins til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 17. janúar 2010 17:00
Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna 26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans. 17. janúar 2010 14:46
Bróðir Eldu á lífi Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar. 17. janúar 2010 11:36
Karl og konu bjargað í Port au Prince Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna. 17. janúar 2010 15:16
Ástandið verra í grennd við Port au Prince Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag. 17. janúar 2010 12:30
Búa sig undir verkefni dagsins Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum. 17. janúar 2010 12:04