Innlent

Annasöm nótt hjá lögreglu - fangageymslur fullar

Nóttin var afar annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og segir varðstjóri að frá miðnætti til klukkan sjö í morgun hafi verið vitlaust að gera. Þá komu 102 mál inn á borð lögreglu sem þykir heldur mikið og eru allar fangageymslur fullar.

Eitt líkamsárásarmál kom upp í nótt en það var ekki talað alvarlegt. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Breiðholti.

Tveir menn voru handteknir við innbrot á heimili á Skúlagötu skömmu eftir miðnætti. Þeir fengu að gista fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir síðar í dag.

Fimm umferðaróhöpp urðu í nótt. Lítilsháttar meiðsl urðu á fólk þegar tvær bifreiðar lentu saman á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar á fjórða tímanum. Ökumaðurinn annarrar bifreiðarinnar er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Lögregla stöðvaði þrjá ökumenn sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkniefna og tíu sem grunaðir voru um ölvunarakstur. Þá stöðvaði hún einnig fjóra ökumenn sem voru ekki með gild ökuréttindi.

Utan höfuðborgarsvæðisins virðist nóttin hafa verið róleg hjá lögreglumönnum víðsvegar um landið. Lögreglan á Selfossi tók þó einn ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis og það sama gerði lögreglan á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×