Erlent

Vígamenn féllu í árás Bandaríkjamanna

Pakistanskir hermenn. Mynd/AP
Pakistanskir hermenn. Mynd/AP
Að minnsta kosti 15 liðsmenn samtaka herskárra múslima féllu í flugskeytaárás Bandaríkjahers í norðvesturhluta Pakistan í gær. Fullyrt er að þeir hafi allir verið af erlendu bergi brotna en dvalið í Pakistan til að vinna gegn þarlendum stjórnvöldum.

Í síðustu viku var gerð árás á búðir sama svæði, sem er nálægt landamærunum við Afganistan, þar sem talið var að Hakimullah Mehsud, leiðtogi talibana í Pakistan hefðist við. Áður höfðu talibanar boðað sókn gegn stjórnarher landsins.

Frá því að um mitt ár 2008 hafa árásir Bandaríkjamanna og pakistanskra hersins vegna herskáum múslimum verið algengar innan landamæra Pakistan. Fjölmargir hafa fallið í þeim þar á meðal almennir borgarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×