Innlent

Útskrifaður af gjörgæsludeild

Frá vettvangi 7. janúar sl. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús m.a. með höfuðáverka.
Frá vettvangi 7. janúar sl. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús m.a. með höfuðáverka. Mynd/Pjetur
Karlmaðurinn sem var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild eftir að hann ók vélsleða á vegg við Funahöfða í Reykjavík 7. janúar var útskrifaður af gjörgæsludeild á föstudag. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.

Eftir slysið sagði lögregla að svo virtist sem að maðurinn hefði verið að prufukeyra eigin vélsleða á götunni að lokinni viðgerð þegar hann missti stjórn á honum og hafnaði á veggnum. Hann var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús með áverka víða um líkamann, meðal annars höfuðáverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×