Fleiri fréttir Nýr leiðtogi talibana hótar hefndum Pakistanski herinn hefur að miklu leyti barið niður sókn talibana í Swat dalnum undanfarna mánuði og er nú að undirbúa stórsókn gegn hersveitum þeirra og al-Kaida í Suður-Waziristan. 5.10.2009 16:38 Hafís undan Vestfjörðum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna sólarhringa borist nokkrar tilkynningar um hafís, en ísjakar hafa sést við Vestfirði nánar tiltekið frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. 5.10.2009 16:28 Grunur um að þúsundir hotmail-lykilorða hafi verið hökkuð Microsoft fyrirtækið rannsakar nú hvort þúsundir lykilorða að hotmail tölvupóstsíðunni hafi verið hökkuð og lykilorðin sett á netið. Þetta kom fram á Sky fréttastöðinni fyrir stundu. 5.10.2009 16:10 Lögreglan fann 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni fyrir hádegi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar og um 400 grömm af marijúana. Á sama stað fannst einnig mjög mikið af kannabisfræjum. Karl á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og játaði hann aðild sína en fíkniefnin voru ætluð til sölu. 5.10.2009 15:35 Best varðveitti loðfíll sem fundist hefur Loðfílskvíga sem hafði legið í frosinni jörðu í Síberíu í 40 þúsund ár var svo vel varðveitt að það voru ennþá leifar af móðurmjólkinni í maga hennar. 5.10.2009 15:21 Jóhanna flytur stefnuræðu í kvöld Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar allra þingflokka taka til máls og taka þátt í umræðum um stefnuræðuna. Þráinn Bertelsson, sem er utan þingflokka, talar síðastur í fyrstu umferð en umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. 5.10.2009 15:17 Umferðarslysum fækkaði um 26% á milli ára Umferðarslysum fækkaði um 26% fyrstu átta mánuði ársins í ár miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sambærilegar tölur frá tryggingafélögunum sýna 19% fækkun. 5.10.2009 15:08 Ólafur Ragnar Grímsson sendi Indónesum samúðarkveðju Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar til Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, vegna hamfara þeirra og hörmunga sem jarðskjálftarnir í Padang hafa haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hundruð manna hafa látið lífið og gríðarlegur fjöldi fjölskyldna glímir við afleiðingar jarðskjálftanna. 5.10.2009 14:22 Hætt við að gefa út sakamálasögu af ótta við múslima Bókaforlag í Þýskalandi hefur hætt við að gefa út sakamálasögu um heiðursmorð, þar sem hún gæti reitt múslima til reiði. 5.10.2009 14:18 Styttist í siðareglur borgarfulltrúa Lokadrög að siðareglum fyrir borgarfulltrúa og reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna þeirra liggja fyrir. Langt er síðan fyrst kom til tals innan borgarstjórnar að setja slíkar reglur. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, vonast til þess að starfshópur á vegum forsætisnefndar skili tillögunum af sér á næstu dögum. 5.10.2009 13:09 Katrín opnar Drekann á ný Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti iðnaðarnefnd Alþingis í morgun þá ákvörðun að opna á ný fyrir umsóknir um olíuleit á Drekasvæðinu eftir áramót. Umdeildum skattareglum verður ekki breytt. 5.10.2009 12:10 Steingrímur ræddi Icesave málið við Bos í morgun Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræddi framgang Icesave málsins við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, á fundi í Istanbul í morgun. Þá segist hann hafa rætt stuttlega við Alistair Darling fjármálaráðherra Breta í gær þegar í ljós kom að ekki næðist þríhliða fundur með ráðherrunum. Steingrímur segir fundina tvímælalaust hafa verið gagnlega. 5.10.2009 11:49 Tillögurnar eru stríðsyfirlýsing Árna Páls Þær tillögur sem félagsmálaráðherra kynnti í síðustu viku um aðgerðir til leiðréttingar greiðslubyrði og aðlögun skulda eru stríðsyfirlýsing en ekki sáttargerð, að mati Hagsmunasamtaka heimilanna. 5.10.2009 11:43 Stukku saman ofan af hárri brú Erskine brúin sem er rétt utan við Glasgow er yfir þrjátíu metra yfir sjávarmáli. Sjónarvottar segja að unglingsstúlkurnar tvær hafi klifrað upp á handrið brúarinnar, haldist í hendur og stokkið framaf ofan í ána Clyde. 5.10.2009 10:52 Kannski eðlilegast að Ögmundur stofni eigin flokk Það væri kannski eðlilegast að Ögmundur Jónasson og skoðanasystkini hans í VG kæmu fram eins og sérstakur smáflokkur og semdi við ríkisstjórnina sem slíkur, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 5.10.2009 10:32 Flestir flugmenn sofna undir stýri Flugáhafnir í tuttugu og tveim Evrópulöndum hefja í dag herferð gegn nýjum vinnutímareglum sem Evrópusambandið setti í júní síðastliðnum. 5.10.2009 10:15 Guðlaugur Þór óskar eftir að heilbrigðisnefnd fundi um niðurskurð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður hefur óskað eftir því að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman sem fyrst til þess að ræða fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar. 5.10.2009 09:35 Umdeildur McDonald's-staður væntanlegur í Louvre Skiptar skoðanir eru um nýjan veitingastað McDonald's sem til stendur að opna í Louvre-listasafninu í París. 5.10.2009 08:38 Flugmenn mótmæla reglum um hvíldartíma Evrópusamband flugmanna mun standa fyrir mótmælum í dag. Mótmælin beinast að regluverki Evrópusambandsins um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna, sem samtökin telja brýnt að laga. 5.10.2009 08:36 Sprenging á skrifstofu SÞ í Pakistan Sprenging varð í morgun við höfuðstöðvar Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Islamabad, höfuðborg Pakistan. 5.10.2009 08:09 Best að búa í Noregi - Ísland í þriðja sæti Ísland er ofarlega á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífsskilyrði eru best í heiminum. 5.10.2009 07:20 Neyðarástand í Kaliforníu vegna skógarelda Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í San Bernardino-sýslu í gær en þar loga miklir skógareldar sem stofna fjölda bygginga í hættu og hafa um eitt þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. 5.10.2009 07:13 Úrelt veðurkort áttu þátt í Air France-slysinu Hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir flugslysið 1. júní síðastliðinn, þegar Airbus-farþegaþota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshafið á leið sinni frá Brasilíu til Frakklands, hefði áhöfn hennar haft aðgang að nýlegri veðurkortum. 5.10.2009 07:11 Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bílslys varð á Ólafsfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálfeitt í nótt þegar bíll fór út af veginum og valt á Ámundastaðahálsi. 5.10.2009 07:09 Stjörnuhrap lýsti upp Suðurland Óvenjubjart stjörnuhrap vakti athygli um miðnætti í gærkvöldi og barst lögreglunni á Suðurlandi fjöldi tilkynninga vegna þess. 5.10.2009 07:05 Jeppi brann til kaldra kola Amerískur jeppi brann til kaldra kola í Kópavogi í nótt. Bíllinn var á stæði í Dimmuhvarfi þegar eldurinn blossaði upp og er hann talinn gjörónýtur. 5.10.2009 07:03 Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. 5.10.2009 05:00 Ólafur og Þorvaldur úr skólastarfi Bæði Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, hafa ákveðið að vera ekki í hópi eigenda nýs grunnskóla sem á að vera í húsnæði gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. „Þetta var enginn hvellur,“ segir Þorvaldur og útskýrir að vera Ólafs í Þýskalandi, þar sem hann leikur handbolta, hafi ráðið því að aðkoma hans yrði fremur lítil. Þorvaldur sjálfur segist svo vilja halda sig við ritstörf, það sé hans heimavöllur, en hann sé þess fullviss að þær Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, muni sjá til þess að skólinn verði til fyrirmyndar en þau fjögur hafa staðið að undirbúningi skólans sem fengið hefur nafnið Menntaskólinn. 5.10.2009 04:00 Aukinn stuðningur raunhæft markmið Það á að vera samningsmarkmið Íslendinga í viðræðum við Evrópusambandið um landbúnaðarmál að sækjast eftir auknum stuðningi við hefðbundinn fjölskyldubúskap í sveitum, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Hann segir að stefna eigi að því að bændur sem búa á fjölskyldubúi og stunda sauðfjár- eða kúabúskap fái aukna styrki ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Aðild að sambandinu bitni aðallega á kjúklinga- og svínabúum á landinu. 5.10.2009 03:45 Lögreglan leitar að dýru þýfi Lögreglan á Selfossi leitar dýrra muna eftir að brotist var inn í tilraunahús Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. 5.10.2009 03:30 Ólíklegt að fleiri finnist á lífi Hjálparstarfsmenn telja ólíklegt að fleiri finnist á lífi í rústum á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Tveir stórir jarðskjálftar skóku eyjuna í síðustu viku. Sá fyrsti var upp á 7,6 á Richter og sá síðari upp á 6,8. 5.10.2009 03:00 Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. 5.10.2009 02:30 Talibanar drápu tíu hermenn Átta bandarískir og tveir afganskir hermenn féllu í árás í Nuristan-héraði í Afganistan um helgina. Árásin var sú mannskæðasta á herlið bandamanna á svæðinu í meira en ár. 5.10.2009 02:00 Þarf að verðleggja mengun „Þetta er hið besta mál. Við erum svona 15 til 20 árum á eftir nágrannaríkjunum í þessum málum,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um ný orku-, umhverfis- og auðlindagjöld. Gjöldin eiga að skila 16 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári. 5.10.2009 02:00 Hálkublettir víða - vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspá Vegagerðin biður vegfarendur um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs ætli þeir að vera á ferðinni í kvöld því víða eru hálkublettir. Mikil hálka er á Mýrdalssandi og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli urðu tvær bílveltur þar með stuttu millibili fyrr í kvöld. 4.10.2009 20:35 Stjórnarkreppa gæti verið í uppsiglingu Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna yfirlýsinga þingflokksformanns Vinstri grænna og Ögmundar Jónassonar í fjölmiðlum að undanförnu og óttast margir að stefni í stjórnarkreppu. 4.10.2009 18:35 Drekaútboði fram haldið eftir áramót Bandaríska fyrirtækið ION GX Technology hefur afþakkað leyfi sem það fékk í sumar til leitar að olíu og gasi á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hyggst þó ekki leggja árar í bát heldur stefnir að því að opna á ný fyrir umsóknir um sérleyfi til olíuvinnslu strax upp úr áramótum. 4.10.2009 18:30 Pólska lánið situr fast vegna Icesave Pólverjar setja ekki skilyrði um lausn Icesavedeilunnar áður en þeir greiða út lán sitt til Íslendinga, en greiða það hins vegar ekki út fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýkur endurskoðun sinni á efnahagsáætlun gagnvart Íslandi. Sjóðurinn ætlar síðan ekki að gera það fyrr en samið hefur verið um Icesave, þannig að lán Pólverja situr fast þangað til. 4.10.2009 18:30 Hnífsstungumennirnir handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra karlmenn í tengslum við hnífsstunguárás á Spítalastíg í nótt um hálf fjögur leytið í dag. Að sögn lögreglu eru mennirnir af erlendu bergi brotnir en þeir voru handteknir í umferðinni. 4.10.2009 17:37 Dagný Ósk nýr formaður UJ Dagný Ósk Aradóttir Pind var kosin formaður Ungra Jafnaðarmanna á landsþingi UJ sem haldið var í Iðnó um helgina. 4.10.2009 17:16 Ritstjóri Morgunblaðsins á bíl frá Viðskiptablaðinu Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins keyrir um á 2008 árgerð af Ford Explorer lúxusjeppa. Bíllinn er á rekstrarleigu en það er Myllusetur ehf. sem er umráðamaður bílsins samkvæmt bifreiðarskrá. Myllusetur er eigandi Viðskiptablaðsins sem Haraldur ritstýrði áður. 4.10.2009 15:54 Stunguárásin á Spítalastíg: Vitað hverjir voru að verki Karlmaður var stunginn á Spítalastíg um klukkan þrjú í nótt en árásarmennirnir komust undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún ekki enn haft uppá mönnunum en vitað er hverjir voru að verki. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. 4.10.2009 15:40 Íslenskir kvenfrumkvöðlar hitta Viktoríu krónprinsessu Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði á morgun mánudaginn 5. október. Þær hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrumkvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital. 4.10.2009 15:16 Vill Ögmund aftur í ríkisstjórn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir það gríðarlegan missi fyrir ríkisstjórn Íslands að Ögmundur Jónasson fyrrum heilbrigðisráðherra sé farinn frá borði. Hún segist hafa stutt ríkisstjórnina af fúsum og frjálsum vilja og geri það í raun enn. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag. 4.10.2009 14:02 Steingrímur í Istanbúl: Búinn að skrifa undir pólska lánið Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala. Undir samninginn skrifuðu Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra, fyrir hönd Póllands og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fyrir hönd Íslands. 4.10.2009 13:23 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr leiðtogi talibana hótar hefndum Pakistanski herinn hefur að miklu leyti barið niður sókn talibana í Swat dalnum undanfarna mánuði og er nú að undirbúa stórsókn gegn hersveitum þeirra og al-Kaida í Suður-Waziristan. 5.10.2009 16:38
Hafís undan Vestfjörðum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna sólarhringa borist nokkrar tilkynningar um hafís, en ísjakar hafa sést við Vestfirði nánar tiltekið frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. 5.10.2009 16:28
Grunur um að þúsundir hotmail-lykilorða hafi verið hökkuð Microsoft fyrirtækið rannsakar nú hvort þúsundir lykilorða að hotmail tölvupóstsíðunni hafi verið hökkuð og lykilorðin sett á netið. Þetta kom fram á Sky fréttastöðinni fyrir stundu. 5.10.2009 16:10
Lögreglan fann 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni fyrir hádegi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 125 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar og um 400 grömm af marijúana. Á sama stað fannst einnig mjög mikið af kannabisfræjum. Karl á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og játaði hann aðild sína en fíkniefnin voru ætluð til sölu. 5.10.2009 15:35
Best varðveitti loðfíll sem fundist hefur Loðfílskvíga sem hafði legið í frosinni jörðu í Síberíu í 40 þúsund ár var svo vel varðveitt að það voru ennþá leifar af móðurmjólkinni í maga hennar. 5.10.2009 15:21
Jóhanna flytur stefnuræðu í kvöld Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar allra þingflokka taka til máls og taka þátt í umræðum um stefnuræðuna. Þráinn Bertelsson, sem er utan þingflokka, talar síðastur í fyrstu umferð en umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. 5.10.2009 15:17
Umferðarslysum fækkaði um 26% á milli ára Umferðarslysum fækkaði um 26% fyrstu átta mánuði ársins í ár miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sambærilegar tölur frá tryggingafélögunum sýna 19% fækkun. 5.10.2009 15:08
Ólafur Ragnar Grímsson sendi Indónesum samúðarkveðju Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar til Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, vegna hamfara þeirra og hörmunga sem jarðskjálftarnir í Padang hafa haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hundruð manna hafa látið lífið og gríðarlegur fjöldi fjölskyldna glímir við afleiðingar jarðskjálftanna. 5.10.2009 14:22
Hætt við að gefa út sakamálasögu af ótta við múslima Bókaforlag í Þýskalandi hefur hætt við að gefa út sakamálasögu um heiðursmorð, þar sem hún gæti reitt múslima til reiði. 5.10.2009 14:18
Styttist í siðareglur borgarfulltrúa Lokadrög að siðareglum fyrir borgarfulltrúa og reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna þeirra liggja fyrir. Langt er síðan fyrst kom til tals innan borgarstjórnar að setja slíkar reglur. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, vonast til þess að starfshópur á vegum forsætisnefndar skili tillögunum af sér á næstu dögum. 5.10.2009 13:09
Katrín opnar Drekann á ný Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti iðnaðarnefnd Alþingis í morgun þá ákvörðun að opna á ný fyrir umsóknir um olíuleit á Drekasvæðinu eftir áramót. Umdeildum skattareglum verður ekki breytt. 5.10.2009 12:10
Steingrímur ræddi Icesave málið við Bos í morgun Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræddi framgang Icesave málsins við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, á fundi í Istanbul í morgun. Þá segist hann hafa rætt stuttlega við Alistair Darling fjármálaráðherra Breta í gær þegar í ljós kom að ekki næðist þríhliða fundur með ráðherrunum. Steingrímur segir fundina tvímælalaust hafa verið gagnlega. 5.10.2009 11:49
Tillögurnar eru stríðsyfirlýsing Árna Páls Þær tillögur sem félagsmálaráðherra kynnti í síðustu viku um aðgerðir til leiðréttingar greiðslubyrði og aðlögun skulda eru stríðsyfirlýsing en ekki sáttargerð, að mati Hagsmunasamtaka heimilanna. 5.10.2009 11:43
Stukku saman ofan af hárri brú Erskine brúin sem er rétt utan við Glasgow er yfir þrjátíu metra yfir sjávarmáli. Sjónarvottar segja að unglingsstúlkurnar tvær hafi klifrað upp á handrið brúarinnar, haldist í hendur og stokkið framaf ofan í ána Clyde. 5.10.2009 10:52
Kannski eðlilegast að Ögmundur stofni eigin flokk Það væri kannski eðlilegast að Ögmundur Jónasson og skoðanasystkini hans í VG kæmu fram eins og sérstakur smáflokkur og semdi við ríkisstjórnina sem slíkur, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 5.10.2009 10:32
Flestir flugmenn sofna undir stýri Flugáhafnir í tuttugu og tveim Evrópulöndum hefja í dag herferð gegn nýjum vinnutímareglum sem Evrópusambandið setti í júní síðastliðnum. 5.10.2009 10:15
Guðlaugur Þór óskar eftir að heilbrigðisnefnd fundi um niðurskurð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður hefur óskað eftir því að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman sem fyrst til þess að ræða fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar. 5.10.2009 09:35
Umdeildur McDonald's-staður væntanlegur í Louvre Skiptar skoðanir eru um nýjan veitingastað McDonald's sem til stendur að opna í Louvre-listasafninu í París. 5.10.2009 08:38
Flugmenn mótmæla reglum um hvíldartíma Evrópusamband flugmanna mun standa fyrir mótmælum í dag. Mótmælin beinast að regluverki Evrópusambandsins um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna, sem samtökin telja brýnt að laga. 5.10.2009 08:36
Sprenging á skrifstofu SÞ í Pakistan Sprenging varð í morgun við höfuðstöðvar Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Islamabad, höfuðborg Pakistan. 5.10.2009 08:09
Best að búa í Noregi - Ísland í þriðja sæti Ísland er ofarlega á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífsskilyrði eru best í heiminum. 5.10.2009 07:20
Neyðarástand í Kaliforníu vegna skógarelda Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í San Bernardino-sýslu í gær en þar loga miklir skógareldar sem stofna fjölda bygginga í hættu og hafa um eitt þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. 5.10.2009 07:13
Úrelt veðurkort áttu þátt í Air France-slysinu Hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir flugslysið 1. júní síðastliðinn, þegar Airbus-farþegaþota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshafið á leið sinni frá Brasilíu til Frakklands, hefði áhöfn hennar haft aðgang að nýlegri veðurkortum. 5.10.2009 07:11
Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi Bílslys varð á Ólafsfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálfeitt í nótt þegar bíll fór út af veginum og valt á Ámundastaðahálsi. 5.10.2009 07:09
Stjörnuhrap lýsti upp Suðurland Óvenjubjart stjörnuhrap vakti athygli um miðnætti í gærkvöldi og barst lögreglunni á Suðurlandi fjöldi tilkynninga vegna þess. 5.10.2009 07:05
Jeppi brann til kaldra kola Amerískur jeppi brann til kaldra kola í Kópavogi í nótt. Bíllinn var á stæði í Dimmuhvarfi þegar eldurinn blossaði upp og er hann talinn gjörónýtur. 5.10.2009 07:03
Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. 5.10.2009 05:00
Ólafur og Þorvaldur úr skólastarfi Bæði Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, hafa ákveðið að vera ekki í hópi eigenda nýs grunnskóla sem á að vera í húsnæði gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. „Þetta var enginn hvellur,“ segir Þorvaldur og útskýrir að vera Ólafs í Þýskalandi, þar sem hann leikur handbolta, hafi ráðið því að aðkoma hans yrði fremur lítil. Þorvaldur sjálfur segist svo vilja halda sig við ritstörf, það sé hans heimavöllur, en hann sé þess fullviss að þær Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, muni sjá til þess að skólinn verði til fyrirmyndar en þau fjögur hafa staðið að undirbúningi skólans sem fengið hefur nafnið Menntaskólinn. 5.10.2009 04:00
Aukinn stuðningur raunhæft markmið Það á að vera samningsmarkmið Íslendinga í viðræðum við Evrópusambandið um landbúnaðarmál að sækjast eftir auknum stuðningi við hefðbundinn fjölskyldubúskap í sveitum, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Hann segir að stefna eigi að því að bændur sem búa á fjölskyldubúi og stunda sauðfjár- eða kúabúskap fái aukna styrki ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Aðild að sambandinu bitni aðallega á kjúklinga- og svínabúum á landinu. 5.10.2009 03:45
Lögreglan leitar að dýru þýfi Lögreglan á Selfossi leitar dýrra muna eftir að brotist var inn í tilraunahús Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. 5.10.2009 03:30
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi Hjálparstarfsmenn telja ólíklegt að fleiri finnist á lífi í rústum á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Tveir stórir jarðskjálftar skóku eyjuna í síðustu viku. Sá fyrsti var upp á 7,6 á Richter og sá síðari upp á 6,8. 5.10.2009 03:00
Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. 5.10.2009 02:30
Talibanar drápu tíu hermenn Átta bandarískir og tveir afganskir hermenn féllu í árás í Nuristan-héraði í Afganistan um helgina. Árásin var sú mannskæðasta á herlið bandamanna á svæðinu í meira en ár. 5.10.2009 02:00
Þarf að verðleggja mengun „Þetta er hið besta mál. Við erum svona 15 til 20 árum á eftir nágrannaríkjunum í þessum málum,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um ný orku-, umhverfis- og auðlindagjöld. Gjöldin eiga að skila 16 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári. 5.10.2009 02:00
Hálkublettir víða - vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspá Vegagerðin biður vegfarendur um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs ætli þeir að vera á ferðinni í kvöld því víða eru hálkublettir. Mikil hálka er á Mýrdalssandi og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli urðu tvær bílveltur þar með stuttu millibili fyrr í kvöld. 4.10.2009 20:35
Stjórnarkreppa gæti verið í uppsiglingu Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna yfirlýsinga þingflokksformanns Vinstri grænna og Ögmundar Jónassonar í fjölmiðlum að undanförnu og óttast margir að stefni í stjórnarkreppu. 4.10.2009 18:35
Drekaútboði fram haldið eftir áramót Bandaríska fyrirtækið ION GX Technology hefur afþakkað leyfi sem það fékk í sumar til leitar að olíu og gasi á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hyggst þó ekki leggja árar í bát heldur stefnir að því að opna á ný fyrir umsóknir um sérleyfi til olíuvinnslu strax upp úr áramótum. 4.10.2009 18:30
Pólska lánið situr fast vegna Icesave Pólverjar setja ekki skilyrði um lausn Icesavedeilunnar áður en þeir greiða út lán sitt til Íslendinga, en greiða það hins vegar ekki út fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýkur endurskoðun sinni á efnahagsáætlun gagnvart Íslandi. Sjóðurinn ætlar síðan ekki að gera það fyrr en samið hefur verið um Icesave, þannig að lán Pólverja situr fast þangað til. 4.10.2009 18:30
Hnífsstungumennirnir handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra karlmenn í tengslum við hnífsstunguárás á Spítalastíg í nótt um hálf fjögur leytið í dag. Að sögn lögreglu eru mennirnir af erlendu bergi brotnir en þeir voru handteknir í umferðinni. 4.10.2009 17:37
Dagný Ósk nýr formaður UJ Dagný Ósk Aradóttir Pind var kosin formaður Ungra Jafnaðarmanna á landsþingi UJ sem haldið var í Iðnó um helgina. 4.10.2009 17:16
Ritstjóri Morgunblaðsins á bíl frá Viðskiptablaðinu Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins keyrir um á 2008 árgerð af Ford Explorer lúxusjeppa. Bíllinn er á rekstrarleigu en það er Myllusetur ehf. sem er umráðamaður bílsins samkvæmt bifreiðarskrá. Myllusetur er eigandi Viðskiptablaðsins sem Haraldur ritstýrði áður. 4.10.2009 15:54
Stunguárásin á Spítalastíg: Vitað hverjir voru að verki Karlmaður var stunginn á Spítalastíg um klukkan þrjú í nótt en árásarmennirnir komust undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún ekki enn haft uppá mönnunum en vitað er hverjir voru að verki. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. 4.10.2009 15:40
Íslenskir kvenfrumkvöðlar hitta Viktoríu krónprinsessu Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði á morgun mánudaginn 5. október. Þær hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrumkvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital. 4.10.2009 15:16
Vill Ögmund aftur í ríkisstjórn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir það gríðarlegan missi fyrir ríkisstjórn Íslands að Ögmundur Jónasson fyrrum heilbrigðisráðherra sé farinn frá borði. Hún segist hafa stutt ríkisstjórnina af fúsum og frjálsum vilja og geri það í raun enn. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag. 4.10.2009 14:02
Steingrímur í Istanbúl: Búinn að skrifa undir pólska lánið Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala. Undir samninginn skrifuðu Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra, fyrir hönd Póllands og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fyrir hönd Íslands. 4.10.2009 13:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent