Erlent

Nýr leiðtogi talibana hótar hefndum

Óli Tynes skrifar

Pakistanski herinn hefur að miklu leyti barið niður sókn talibana í Swat dalnum undanfarna mánuði og er nú að undirbúa stórsókn gegn hersveitum þeirra og al-Kaida í Suður-Waziristan.

Bandaríkjamenn hafa jafnframt gert þeim miklar skráveifur með eldflaugaárásum úr ómönnuðum könnunarflugvélum. Margir háttsettir foringjar og liðsmenn þeirra hafa fallið í þeim árásum, en einnig óbreyttir borgarar.

Í ágúst féll æðsti foringi þeirra Baitullah Mehsud í slíkri árás. Nýr leiðtogi þeirra Hakimullah Meshud hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund og hótaði hefndum.

Stjórnvöld í Pakistan hafa opinberlega mótmælt loftárásum Bandaríkjamanna. Talið er hinsvegar víst að á bakvið tjöldin séu þau ágætlega sátt við þær og veiti Bandaríkjamönnum upplýsingar sem koma þeim að gagni við að velja skotmörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×