Innlent

Guðlaugur Þór óskar eftir að heilbrigðisnefnd fundi um niðurskurð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson vill að heilbrigðisnefnd komi saman til að ræða niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Mynd/ GVA.
Guðlaugur Þór Þórðarson vill að heilbrigðisnefnd komi saman til að ræða niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Mynd/ GVA.
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður hefur óskað eftir því að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman sem fyrst til þess að ræða fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar. Í tölvuskeyti sem hann sendi formanni nefndarinnar við það tilefni segir hann það vera augljóst að tillögur ráðherra muni stórskaða þá heilbrigðisþjónustu sem að Íslendingar hafi byggt upp á undanförnum áratugum.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítalans, að sá flati niðurskurður sem stefnt sé að á spítalanum sé hættulegur að hennar mati. Íslendingar hafi einungis einn slíkan spítala á landinu sem sé öryggisnet fyrir allt landið. Þess vegna verði að leita allra leiða til að ná heildarhagræðingu í heilbrigðiskerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×