Fleiri fréttir

Bjargað úr rústunum eftir sms skilaboð

Sms skilaboð björguðu þrítugum manni og eiginkonu hans en þau voru grafin undir rústum eftir jarðsskjálftann í Indónesíu í vikunni. Maðurinn skrifaði skilaboðin til föður síns sem býr um 900 km frá.

Ráðherrar vita ekki hver á að borga

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra ritar pistil í dag þar sem hann gerir umtalaðann umhverfis- orku og auðlindaskatt að umtalsefni.

Steingrímur í Istanbúl: Skrifar undir lánið frá Pólverjum í dag

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lánasamning við Pólverja í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Pólverjar eru önnur þjóðin sem stendur við lánafyrirheit sitt við Ísland, en skrifað var undir rúnmlega sex milljarða lán frá Færeyingum hinn 18. nóvember í fyrra. Undirritunin á samningnum við Pólverja fer fram í hádeginu að íslenskum tíma.

Fulli fjármálaráðherrann fannst látinn á heimili sínu

Shoichi Nakagawa fyrrverandi fjármálaráðherra Japans fannst látinn á heimili sínu í Tokyo í nótt. Nakagawa var 56 ára gamall. Hann komst í heimsfréttir þegar hann var sakaður um að vera drukkinn á fundi sjö helstu iðnríkja heims í febrúar og neyddist eftir það að segja af sér embætti. Lögregla telur litlar líkur á að Nakagawa hafi tekið líf sitt.

Eldur í húsbíl í Garði

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var nokkuð annasamt í nótt. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, tveir í Reykjanesbæ og einn í Grindavík. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumannanna reyndist einnig aka sviptur ökuréttindum. Þá fundust lítilræði að meintum kannabisefnum í einni af bifreiðunum.

Karlmaður stunginn á Spítalastíg í nótt - árásaraðila leitað

Nokkur erill var í miðborg Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar í nótt. Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi var maður handtekinn eftir líkamsárás, hafði hann sparkað ítrekað í liggjandi mann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Árásaraðili gistir fangageymslu.

Jarðskjálfti á Taívan

Jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter reið yfir austurhluta Taívan í kvöld. Skjálftann mældist um 29 kílómetra suður af Hua-Lien á um 36 kílómetra dýpt. Engar fréttir hafa borist um skemmdir.

Samþykki Íra flýtir fyrir Íslandi

Líkur hafa aukist á hraðri meðferð á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu eftir að Írar samþykktu Lissabonsáttmálan með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

Sandra Ósk fundin

Sandra Ósk Friðriksdóttir, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag, að ósk barnaverndarnefndar Reykjavíkur, er komin fram heilu og höldnu.

Um 500 flugvélar á íslenska flugstjórnarsvæðinu í dag

Mikil flugumferð fór í dag um íslenska flugstjórnarsvæðið sem er eitt stærsta úthafssvæði heims. Ástæða aukinnar umferðar var bilun í tölvukerfi flugstjórnarmiðstöðinni í Shanwick (Prestwick í Skotlandi) snemma í morgun, líkt og Vísir hefur sagt frá.

Eldur í potti í Ljósheimum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í íbúð í Ljóhseimum í Reykjavík fyrir stundu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að eldur var í potti á eldavél. Menn voru fljótur að slökkva eldinn og eru farnir af vettvangi.

Allt að fjögur þúsund manns enn í rústunum

Allt að fjögur þúsund manns gætu enn verið undir rústum eftir jarðskjálftann öfluga sem skók Indónesíu í vikunni að sögn yfirmanns hjá Sameinuðu þjóðunum. Tala látinna er nú þegar komin upp í 540.

Vill ræða umhverfismál eins og fullorðið fólk

Svandís Svavarsdóttir segist hafa komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum varðandi Suðvesturlínu að nokkur atriði tengd því máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort línan ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Svandís segir viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna við úrskurðinum því miður endurspegla þá umræðu sem oftar en ekki verði um umhverfismál hér á landi.

Lissabonsáttmálinn samþykktur á Írlandi

Írar hafa nú samþykkt Lissabonsáttmálann en þetta er í annað sinn sem sáttmálinn er lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Brian Cowen forsætisráðherra landsins gaf þetta út fyrir stundu.

AGS vill lána Angóla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til 27 mánaða lánsáætlun upp á 1,3 milljarða dollara fyrir Angóla ef marka má orð yfirmanns hjá sjóðnum í dag en nú stendur yfir ársfundur AGS. Það er Reuters sem greinir frá.

Lithái í gæsluvarðhaldi: Vildi bara hitta nýfædda dóttur sína

Algis Rucinskas 27 ára gamall Lithái ætlaði að hitta nýfædda dóttur sína hér á landi þegar hann var handtekinn í Leifsstöð í vikunni. Með komu sinni rauf Algis endurkomubann sem hann var dæmdur í fyrir árás á lögreglumann á síðasta ári og situr nú í gæsluvarðhaldi. Átján ára gömul kærasta Algis segist vilja komast til Þýskalands með kærasta sínum og dóttur sem fyrst.

Lýst eftir 16 ára stúlku

Barnavernd Reykjavíkur óskar eftir því að lýst verði eftir Söndru Ósk Friðriksdóttur, 16 ára, sem síðast sást til á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 1 október.

Fundar með fjármálaráðherrum í Istanbúl

Fjármálaráðherra mun í dag og næstu daga eiga fundi með fjármálaráðherrum fjölmargra ríkja vegna efnahagserfiðleika Íslands á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hófst í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Íslendinga ekki mega fórna framtíðarhagsmunum vegna pólitískra afarkosta Breta, Hollendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lissabonsáttmálinn líklega samþykktur í dag

Talning er hafin í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann. Búist er við að hann verði samþykktur, en Micheal Martin utanríkisráðherra sagði í morgun að útlit væri fyrir að 60% kjósenda styddu sáttmálann.

Flugumferð margfaldast við Ísland í dag

Flug um íslenska flugstjórnarsvæðið mun margfaldast í dag vegna bilana í tækjabúnaði í Shanwick í Bretlandi sem sér um stjórnun úthafsflugumferðar á breska flugstjórnarsvæðinu.

Vara við skaðlegri skattastefnu stjórnvalda

Samtök aðila í atvinnurekstri hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við skaðlegri skattastefnu stjórnvalda. Hún er sögð vinna gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

26 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Tuttugu og sex ríki hafa mótmælt hvalveiðum Íslendinga og afhentu mótmælendur starfsmönnum sendiráðs Íslands í Lundúnum í gær áskorun til íslenskra stjórnvalda um að láta af veiðunum. Harmað er að Íslendingar skuli hafa veitt 125 steypireiðar og 79 hrefnur í sumar og ítrekað að steypireiðurinn sé tegund í útrýmingarhættu.

Handteknir með byssu í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæiðnu fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um að tveir menn uppi í Breiðholti hefðu ekið um á bifreið og verið með líflátshótanir í garð ákveðins fólks. Með fylgdi að þeir hefðu beint byssu að fólkinu.

Innbrotsþjófar handteknir í nótt

Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir annar í austurborg Reykjavíkur og hinn í Kópavogi, vegna gruns um ölvunaraktstur. Að lokinni rannsókn á lögreglustöð voru aðilarnir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir Íslendinga ekki hafa efni á að fjárfesta í álverum. Mun fleiri störf skapist með nýsköpun en störf þar séu mun ódýrari. Nýta þurfi það lánsfjármagn sem fæst á sem bestan máta.

Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri

Ofskynjunarsveppir sem vaxa í borginni innihalda eiturefni á bannlista og því er ólöglegt að tína þá og neyta þeirra. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er alveg sturlað eftir svona sveppaát,“ segir yfirlæknir á Vogi.

Innflytjendur með hærra lánshæfismat

Fólk með erlent ríkisfang er með betra lánshæfismat en íslenskir ríkisborgarar og eru líklegri til að standa í skilum. Hafa mun heilbrigðara viðhorf til lántöku, segir forstjóri Creditinfo. Hér eru ríflega 20 þúsund erlendir ríkisborgarar.

Gef ekki afslátt af stjórnsýslu

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hvetur forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins (SA) til að sýna yfirvegun í viðbrögðum við úrskurði hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær telja SA ráðherra hafa fellt ólögmætan úrskurð þegar hann felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum á framkvæmdum tengdum álveri í Helguvík.

Framúrstefnulegt lokapartí í kvöld

Aðdáendur EVE Online-fjölþátttökutölvuleiksins fylla Laugardalshöllina þessa dagana, en þar stendur nú yfir árleg ráðstefna aðdáenda leiksins. Rúmlega þúsund manns tóku í dag þátt í ýmsum viðburðum, segir Diljá Ámundadóttir, framleiðandi hjá CCP sem hannaði og selur tölvuleikinn.

Telur ekki tilefni til athugasemda

Umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar.

Kærir Akranesbæ vegna tölvusamnings

Tölvufyrirtækið Omnis hefur kært Akraneskaupstað til kærunefndar útboðsmála fyrir að framlengja samninga um tölvuþjónustu í bænum. Í tvígang hefur verið fallið frá útboði.

Sáttmálinn líklega samþykktur ráðin

Írar gengu í gær að kjörborðinu til þess að greiða atkvæði um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Talning atkvæða hefst í dag og úrslit verða ekki ljós fyrr en seinni partinn, en allar líkur þóttu á því að sáttmálinn yrði samþykktur.

Ógildir ekki skipun ráðherra

Umboðsmaður Alþingis segir málsmeðferð iðnaðarráðuneytisins við skipan orkumálastjóra árið 2007 hafa verið ábótavant. Það eigi þó ekki að leiða til ógildingar á skipun ráðherra á orkumálastjóra.

Össur varar við stjórnarkreppu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra varaði í gær bresk og hollensk stjórnvöld við því að með því að samþykkja ekki fyrirvara Alþingis við Ice­­save geti þau verið að ýta Íslandi út í stjórnarkreppu.

Bjargað úr rústum eftir tvo sólarhringa

Óttast er að þrjú þúsund manns kunni enn að vera grafnir í rústunum eftir jarðskjálftann á Indónesíu á miðvikudag. Ólíklegt er að neinn þeirra finnist á lífi. Nú þegar hafa meira en 700 lík fundist. Björgunarfólk í kappi við tímann.

Húsleit á Árborgarsvæðinu

Lögreglan á Selfossi lagði hald á ætluð amfetamín eftir húsleit á Árborgarsvæðinu í dag. Lögreglan á Selfossi hefur ekki yfir fíknahundi að ráða en við húsleitina í dag naut hún aðstoðar fíkniefnahunds af Litla-Hrauni.

Útlit fyrir að Írar samþykki sáttmálann

Írar gengu í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Kosningu er lokið og verða atkvæði talin á morgun.

Ráðherra ræðir olíuleit á fundi iðnaðarnefndar

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, verður meðal gesta á fundi iðnaðarnefndar Alþingis á mánudagsmorgun. Á fundinum verður rætt um viljayfirlýsingu vegna atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi og olíuleit á Drekasvæðinu.

Atvinnuleysistölur sorglegar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að nýjar tölur yfir atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu sorglegar en brýna áminningu um langan tíma muni taka að reisa við efnahagskerfi landsins.

Biðjum Breta og Hollendinga um sanngjarna lausn

Fjármálaráðherra hélt í dag til Istanbúl í Tyrklandi á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem hann mun eiga viðræður við forráðamenn sjóðsins og fjármálaráðherra Bretlands og Hollands um Icesave deiluna. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki springa á þessu máli en treysti sér ekki að svo stöddu að leggja það aftur fyrir Alþingi.

Heyrnalausir kalla á úrbætur

Félag heyrnarlausra hvetur stjórnvöld til að fylgja eftir tillögum nefndar um úrbætur á högum þeirra og ganga frá miskabótum við þá sem urðu fyrir ofbeldi í Heyrnleysingjaskólanum á sínum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir