Fleiri fréttir Steingrímur mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu Markmið stöðugleikasáttmálans voru höfð til grundvallar við gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steingrímur mælti fyrir frumvarpinu við byrjun þingfundar í morgun. 8.10.2009 10:45 Búið að opna Ólafsfjarðargöng að nýju Ólafsfjarðargöng voru opnuð aftur í morgun en þeim var lokað í um ellefuleytið í gærkvöld eftir að grjót úr klæðningu féll á veginn. Bifreið var ekið inn í grjóthrúguna en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þurfti að fjarlægja eitt vörubílshlass af grjóti áður en að göngin voru opnuð. 8.10.2009 10:35 Brúðkaup aldarinnar í héraðsdómi: Gögnin föst í Dubai Fyrirtöku vegna skuldamáls Élan production gegn hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæðan er sú að nauðsynleg gögn var ekki hægt að leggja fram í málinu þar sem þau voru föst í Dubai. 8.10.2009 10:24 Aldrei fleiri útskrifast úr háskólanámi Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast af háskólastigi skólaárið 2007 til 2008 en þá útskrifuðust 3588 nemendur með 3611 próf. Konur voru tveir þriðju, eða 66,4%, þeirra sem útskrifuðust með próf á háskólastigi og karlar þriðjungur, 33,6%, útskrifaðra, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 8.10.2009 10:08 Silvio brattur þrátt fyrir skotleyfi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að hann muni halda áfram að stjórna landinu og af enn meiri þrótti, eftir að hæstiréttur landsins svipti hann friðhelgi. 8.10.2009 10:06 Fyrsti alvöru hauststormurinn Núna, föstudaginn 9. október, verður austan stormur eða jafnvel ofsaveður sunnanlands og vestan með snörpum vindhviðum allt upp undir 40m/s í námunda við fjöll og háhýsi, þar á meðal í Reykjavík. 8.10.2009 10:00 Steingrímur mælir fyrir fjárlögum Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hefst á Alþingi í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælir fyrir frumvarpi þess efnis. 8.10.2009 09:35 Fundu fíkniefni í bíl við Borgarnes og í húsi á Akureyri Lögreglumenn í Borgarnesi stöðvuðu í gærkvöldi bifreið á suðurleið rétt norðan við Borgarnes. Tveir menn voru í bílnum, á fertugs- og sextugsaldri og var ökumaðurinn undir áhrifum alls kyns fíkniefna að sögn lögreglu. 8.10.2009 09:24 Efnahagslegum bata Íslendinga stefnt í hættu Töfin á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslandinga stefnir efnahagslegum bata Íslendinga í hættu, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist í breska blaðinu Financial Times í dag. 8.10.2009 08:59 VG ætlar að halda stjórnarsamstarfinu áfram Þingflokkur Vinstri grænna er einhuga um að vinna áfram í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Þetta varð niðurstaða af löngum þingflokksfundi sem haldinn var í gærkvöld. 8.10.2009 08:02 Krefjast léttari skattabyrði fyrir lágtekjufólk Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að gerðar verði breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, þar sem staðið verði við fyrirheit um að létta skattbyrði þeirra tekjulægstu og komið verði betur til móts við erfiða greiðslustöðu heimilanna með hækkun barna- og vaxtabóta. 8.10.2009 07:56 Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var. 8.10.2009 07:50 Flugfélag sendir farþegana á salernið Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins. 8.10.2009 07:47 Fundu jarðneskar leifar ungrar konu Jarðneskar leifar ungrar breskrar konu sem hvarf sporlaust fyrir þrettán arum síðan fundust fyrr í þessari viku. 8.10.2009 07:14 Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir. 8.10.2009 07:12 Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu. 8.10.2009 07:10 Ólafsfjarðargöng lokuð vegna grjóthruns Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöldi þegar grjót féll úr klæðningunni og á veginn. Bifreið var ekið á grjótið en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Vegagerðin lokaði síðan göngunum til að koma í veg fyrir að fleiri óhöpp hlytust af og er óljóst hvenær þau verða opnuð aftur. 8.10.2009 07:08 Bretar leita óþekktra sjávardýra Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum. 8.10.2009 07:07 Brotist inn í íbúð í Hveragerði Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Hveragerði í gær og þaðan stolið skartgripum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu húsráðendur verið að heiman en þegar þeir komu heim um tíuleytið í gærkvöld áttuðu þeir sig á því að óboðnir gestir höfðu gengið um húsið og rótað þar til. 8.10.2009 07:06 Ár liðið frá því að hryðjuverkalögunum var beitt Í dag er eitt ár liðið frá því að bresk stjórnvöld beittu svokölluðum hryðjuverkalögum gegn Íslandi. 8.10.2009 06:58 Drakk stíflueyði og lést eftir líkamsárás Karlmaður og kona voru flutt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás í Hörðalandi í Fossvogi snemma í gærmorgun. Karlmaðurinn lést síðdegis í gær og konan var enn í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun. Hún var þó ekki talin í lífshættu. 8.10.2009 06:00 Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8.10.2009 06:00 Ríkið hirðir ábatann af lægri greiðslubyrði Lækkun á greiðslubyrði heimilanna er fagnaðarefni. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar kosta um það bil ein mánaðarlán á ári. Skattahækkanirnar taka þann ábata sem lægri greiðslubyrði skilar. 8.10.2009 05:30 Orkuskattur nái ekki út á land Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill að áformaður orku-, umhverfis- og auðlindaskattur leggist ekki á fyrirtæki á landsbyggðinni. Slíkir skattar hafi enda slæm áhrif. 8.10.2009 05:00 Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. 8.10.2009 04:00 Fráleitt að EES sé í uppnámi Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er ekki í hættu þótt ekki takist samningar um Icesave, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. 8.10.2009 03:00 Stjórnin sögð hefta framþróun Nei – jú pólitík var í hávegum höfð í umræðum um auðlindir, iðnað og stöðugleikasáttmálann á þingi í gær. 8.10.2009 02:30 FME í Bretlandi vill auknar heimildir „Eftirlitsstofnanir Evrópusambandsríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og sæta ekki nægilegu eftirliti heima fyrir,“ hefur Wall Street Journal eftir Adair Turner, stjórnarformanni Fjármálaeftirlits Breta (FSA), í gær. 8.10.2009 02:00 Fatlaðir öðlist aukið sjálfstæði Ísland getur orðið fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar réttindi fólks sem þarfnast aðstoðar. Þetta segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og fulltrúi í stýrihópi Virkari velferðar, verkefnis sem hrundið hefur verið af stokkunum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfstæðara lífi fatlaðra utan stofnana. 8.10.2009 02:00 Rúmlega 700 fleiri fá hjálp frá borginni Útgjöld sveitarfélaganna vegna félagslegrar þjónustu hafa hækkað um sextíu til sjötíu prósent að jafnaði eftir hrun. Dæmi eru um að útgjöld hafi tvöfaldast hjá einstökum sveitarfélögum. 8.10.2009 01:30 Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins Breytingar verða gerðar á dreifingu Fréttablaðsins í lok október. Eftir breytingarnar verður frídreifing blaðsins á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. 8.10.2009 01:00 Frumkvöðlar nýrrar tækni Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja bandarískra vísindamanna, þeirra Venktramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunnar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín. 8.10.2009 00:45 Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðarins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan. 8.10.2009 00:30 Segir umhverfisráðherra tefla atvinnuuppbyggingu í tvísýnu Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar mótmælir harðlega ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunnar um Suðuvesturlínu. Vilja þeir meina að með því tefji umhverfisráðherrann, Svandís Svarsdóttir, mikilvæga atvinnuuppbyggingu á svæðinu og tefli henni jafnvel í tvísýnu. 7.10.2009 23:35 Steingrímur J. Sigfússon: "Nei, við erum vinir" Þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður hvort það væri gjá á milli hans og Ögmundar Jónassonar eða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, í kvöldfréttum RÚV svaraði hann einfaldlega: „Nei, við erum vinir. 7.10.2009 22:10 Skeyti á stærð við pallbíl rekst á tunglið á hraða byssukúlunnar Föstudaginn 9. október, klukkan 11:30 að íslenskum tíma, mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið. 7.10.2009 21:08 Þingflokksfundur Vinstri grænna hafinn Þingflokksfundur Vinstri grænna hófst nú um níu. Fundurinn er sá fyrsti sem er haldinn eftir að þingmennirnir komu saman í síðustu viku eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur mikil ólga verið innan þingflokks Vinstri grænna, meðal annars vegna aðallega vegna Icesave málsins. 7.10.2009 21:01 Haförn í læknisaðgerð Haförninn í Húsdýragarðinum gekkst undir læknisaðgerð í dag þar sem gröftur var kreistur úr stóru kýli. Örninn þarf að vera á lyfjakúr næstu fimm daga en vonast er til að hann geti flogið út í frelsið á ný innan tveggja vikna. 7.10.2009 19:08 Ódýrara heimilisrafmagn með fleiri álverum Því meiri stóriðja, því lægra raforkuverð til heimila. Þessi niðurstaða var kynnt á fundi Samorku í morgun. Forrmaður Landverndar segir að taka verði með í útreikningana kostnað við neikvæð umhverfisáhrif. 7.10.2009 18:51 Guðmundur í Byrginu ákærður fyrir stórfelld fjársvik Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni betur þekktum sem Guðmundi í Byrginu fyrir að svíkja undan skatti og að draga sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður Byrgisins. 7.10.2009 18:34 Þjófar í síbrotagæslu Þrír menn af erlendum uppruna hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna var handtekinn 13. ágúst síðastliðinn á Laugaveginum. 7.10.2009 17:18 Lagði ólöglega og vildi ekki segja til nafns Karl á þrítugsaldri var handtekinn í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær en viðkomandi neitaði að segja til nafns og reyndi að villa á sér heimildir. 7.10.2009 17:12 Þrettán ára stelpa rúllaði upp köllunum Veðurbarðir breskir bændur stóðu gapandi af undrun þegar þrettán ára gömul telpa á sex tonna John Deere traktor vann sigur í akur-plægingarkeppni í Herefordsskíri á dögunum. 7.10.2009 16:56 E-töflusmyglarar í einangrun Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að tveir pólskir karlmenn skuli sitja gæsluvarðhaldi til 16. október en þeir voru handteknir fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega 6000 e-töflum. Mennirnir er jafnframt vegna rannsóknarhagsmuna gert að sitja í einangrun á meðan þeir sitja í varðhaldi. 7.10.2009 16:40 Spyr um kostnað við aðildarviðræður Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Hún vill vita um kostnað ríkisins vegna umsóknarinnar og þýðingar sem tengjast viðræðunum. 7.10.2009 16:27 Sjá næstu 50 fréttir
Steingrímur mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu Markmið stöðugleikasáttmálans voru höfð til grundvallar við gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steingrímur mælti fyrir frumvarpinu við byrjun þingfundar í morgun. 8.10.2009 10:45
Búið að opna Ólafsfjarðargöng að nýju Ólafsfjarðargöng voru opnuð aftur í morgun en þeim var lokað í um ellefuleytið í gærkvöld eftir að grjót úr klæðningu féll á veginn. Bifreið var ekið inn í grjóthrúguna en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þurfti að fjarlægja eitt vörubílshlass af grjóti áður en að göngin voru opnuð. 8.10.2009 10:35
Brúðkaup aldarinnar í héraðsdómi: Gögnin föst í Dubai Fyrirtöku vegna skuldamáls Élan production gegn hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæðan er sú að nauðsynleg gögn var ekki hægt að leggja fram í málinu þar sem þau voru föst í Dubai. 8.10.2009 10:24
Aldrei fleiri útskrifast úr háskólanámi Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast af háskólastigi skólaárið 2007 til 2008 en þá útskrifuðust 3588 nemendur með 3611 próf. Konur voru tveir þriðju, eða 66,4%, þeirra sem útskrifuðust með próf á háskólastigi og karlar þriðjungur, 33,6%, útskrifaðra, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. 8.10.2009 10:08
Silvio brattur þrátt fyrir skotleyfi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að hann muni halda áfram að stjórna landinu og af enn meiri þrótti, eftir að hæstiréttur landsins svipti hann friðhelgi. 8.10.2009 10:06
Fyrsti alvöru hauststormurinn Núna, föstudaginn 9. október, verður austan stormur eða jafnvel ofsaveður sunnanlands og vestan með snörpum vindhviðum allt upp undir 40m/s í námunda við fjöll og háhýsi, þar á meðal í Reykjavík. 8.10.2009 10:00
Steingrímur mælir fyrir fjárlögum Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hefst á Alþingi í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælir fyrir frumvarpi þess efnis. 8.10.2009 09:35
Fundu fíkniefni í bíl við Borgarnes og í húsi á Akureyri Lögreglumenn í Borgarnesi stöðvuðu í gærkvöldi bifreið á suðurleið rétt norðan við Borgarnes. Tveir menn voru í bílnum, á fertugs- og sextugsaldri og var ökumaðurinn undir áhrifum alls kyns fíkniefna að sögn lögreglu. 8.10.2009 09:24
Efnahagslegum bata Íslendinga stefnt í hættu Töfin á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslandinga stefnir efnahagslegum bata Íslendinga í hættu, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist í breska blaðinu Financial Times í dag. 8.10.2009 08:59
VG ætlar að halda stjórnarsamstarfinu áfram Þingflokkur Vinstri grænna er einhuga um að vinna áfram í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Þetta varð niðurstaða af löngum þingflokksfundi sem haldinn var í gærkvöld. 8.10.2009 08:02
Krefjast léttari skattabyrði fyrir lágtekjufólk Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að gerðar verði breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, þar sem staðið verði við fyrirheit um að létta skattbyrði þeirra tekjulægstu og komið verði betur til móts við erfiða greiðslustöðu heimilanna með hækkun barna- og vaxtabóta. 8.10.2009 07:56
Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var. 8.10.2009 07:50
Flugfélag sendir farþegana á salernið Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins. 8.10.2009 07:47
Fundu jarðneskar leifar ungrar konu Jarðneskar leifar ungrar breskrar konu sem hvarf sporlaust fyrir þrettán arum síðan fundust fyrr í þessari viku. 8.10.2009 07:14
Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir. 8.10.2009 07:12
Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu. 8.10.2009 07:10
Ólafsfjarðargöng lokuð vegna grjóthruns Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöldi þegar grjót féll úr klæðningunni og á veginn. Bifreið var ekið á grjótið en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Vegagerðin lokaði síðan göngunum til að koma í veg fyrir að fleiri óhöpp hlytust af og er óljóst hvenær þau verða opnuð aftur. 8.10.2009 07:08
Bretar leita óþekktra sjávardýra Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum. 8.10.2009 07:07
Brotist inn í íbúð í Hveragerði Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Hveragerði í gær og þaðan stolið skartgripum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu húsráðendur verið að heiman en þegar þeir komu heim um tíuleytið í gærkvöld áttuðu þeir sig á því að óboðnir gestir höfðu gengið um húsið og rótað þar til. 8.10.2009 07:06
Ár liðið frá því að hryðjuverkalögunum var beitt Í dag er eitt ár liðið frá því að bresk stjórnvöld beittu svokölluðum hryðjuverkalögum gegn Íslandi. 8.10.2009 06:58
Drakk stíflueyði og lést eftir líkamsárás Karlmaður og kona voru flutt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás í Hörðalandi í Fossvogi snemma í gærmorgun. Karlmaðurinn lést síðdegis í gær og konan var enn í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun. Hún var þó ekki talin í lífshættu. 8.10.2009 06:00
Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8.10.2009 06:00
Ríkið hirðir ábatann af lægri greiðslubyrði Lækkun á greiðslubyrði heimilanna er fagnaðarefni. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar kosta um það bil ein mánaðarlán á ári. Skattahækkanirnar taka þann ábata sem lægri greiðslubyrði skilar. 8.10.2009 05:30
Orkuskattur nái ekki út á land Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill að áformaður orku-, umhverfis- og auðlindaskattur leggist ekki á fyrirtæki á landsbyggðinni. Slíkir skattar hafi enda slæm áhrif. 8.10.2009 05:00
Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. 8.10.2009 04:00
Fráleitt að EES sé í uppnámi Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er ekki í hættu þótt ekki takist samningar um Icesave, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. 8.10.2009 03:00
Stjórnin sögð hefta framþróun Nei – jú pólitík var í hávegum höfð í umræðum um auðlindir, iðnað og stöðugleikasáttmálann á þingi í gær. 8.10.2009 02:30
FME í Bretlandi vill auknar heimildir „Eftirlitsstofnanir Evrópusambandsríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og sæta ekki nægilegu eftirliti heima fyrir,“ hefur Wall Street Journal eftir Adair Turner, stjórnarformanni Fjármálaeftirlits Breta (FSA), í gær. 8.10.2009 02:00
Fatlaðir öðlist aukið sjálfstæði Ísland getur orðið fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar réttindi fólks sem þarfnast aðstoðar. Þetta segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og fulltrúi í stýrihópi Virkari velferðar, verkefnis sem hrundið hefur verið af stokkunum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfstæðara lífi fatlaðra utan stofnana. 8.10.2009 02:00
Rúmlega 700 fleiri fá hjálp frá borginni Útgjöld sveitarfélaganna vegna félagslegrar þjónustu hafa hækkað um sextíu til sjötíu prósent að jafnaði eftir hrun. Dæmi eru um að útgjöld hafi tvöfaldast hjá einstökum sveitarfélögum. 8.10.2009 01:30
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins Breytingar verða gerðar á dreifingu Fréttablaðsins í lok október. Eftir breytingarnar verður frídreifing blaðsins á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. 8.10.2009 01:00
Frumkvöðlar nýrrar tækni Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja bandarískra vísindamanna, þeirra Venktramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunnar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín. 8.10.2009 00:45
Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðarins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan. 8.10.2009 00:30
Segir umhverfisráðherra tefla atvinnuuppbyggingu í tvísýnu Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar mótmælir harðlega ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunnar um Suðuvesturlínu. Vilja þeir meina að með því tefji umhverfisráðherrann, Svandís Svarsdóttir, mikilvæga atvinnuuppbyggingu á svæðinu og tefli henni jafnvel í tvísýnu. 7.10.2009 23:35
Steingrímur J. Sigfússon: "Nei, við erum vinir" Þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður hvort það væri gjá á milli hans og Ögmundar Jónassonar eða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, í kvöldfréttum RÚV svaraði hann einfaldlega: „Nei, við erum vinir. 7.10.2009 22:10
Skeyti á stærð við pallbíl rekst á tunglið á hraða byssukúlunnar Föstudaginn 9. október, klukkan 11:30 að íslenskum tíma, mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið. 7.10.2009 21:08
Þingflokksfundur Vinstri grænna hafinn Þingflokksfundur Vinstri grænna hófst nú um níu. Fundurinn er sá fyrsti sem er haldinn eftir að þingmennirnir komu saman í síðustu viku eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur mikil ólga verið innan þingflokks Vinstri grænna, meðal annars vegna aðallega vegna Icesave málsins. 7.10.2009 21:01
Haförn í læknisaðgerð Haförninn í Húsdýragarðinum gekkst undir læknisaðgerð í dag þar sem gröftur var kreistur úr stóru kýli. Örninn þarf að vera á lyfjakúr næstu fimm daga en vonast er til að hann geti flogið út í frelsið á ný innan tveggja vikna. 7.10.2009 19:08
Ódýrara heimilisrafmagn með fleiri álverum Því meiri stóriðja, því lægra raforkuverð til heimila. Þessi niðurstaða var kynnt á fundi Samorku í morgun. Forrmaður Landverndar segir að taka verði með í útreikningana kostnað við neikvæð umhverfisáhrif. 7.10.2009 18:51
Guðmundur í Byrginu ákærður fyrir stórfelld fjársvik Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni betur þekktum sem Guðmundi í Byrginu fyrir að svíkja undan skatti og að draga sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður Byrgisins. 7.10.2009 18:34
Þjófar í síbrotagæslu Þrír menn af erlendum uppruna hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Einn mannanna var handtekinn 13. ágúst síðastliðinn á Laugaveginum. 7.10.2009 17:18
Lagði ólöglega og vildi ekki segja til nafns Karl á þrítugsaldri var handtekinn í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær en viðkomandi neitaði að segja til nafns og reyndi að villa á sér heimildir. 7.10.2009 17:12
Þrettán ára stelpa rúllaði upp köllunum Veðurbarðir breskir bændur stóðu gapandi af undrun þegar þrettán ára gömul telpa á sex tonna John Deere traktor vann sigur í akur-plægingarkeppni í Herefordsskíri á dögunum. 7.10.2009 16:56
E-töflusmyglarar í einangrun Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að tveir pólskir karlmenn skuli sitja gæsluvarðhaldi til 16. október en þeir voru handteknir fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega 6000 e-töflum. Mennirnir er jafnframt vegna rannsóknarhagsmuna gert að sitja í einangrun á meðan þeir sitja í varðhaldi. 7.10.2009 16:40
Spyr um kostnað við aðildarviðræður Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Hún vill vita um kostnað ríkisins vegna umsóknarinnar og þýðingar sem tengjast viðræðunum. 7.10.2009 16:27