Innlent

Búið að opna Ólafsfjarðargöng að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöld.
Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöld.
Ólafsfjarðargöng voru opnuð aftur í morgun en þeim var lokað í um ellefuleytið í gærkvöld eftir að grjót úr klæðningu féll á veginn. Bifreið var ekið inn í grjóthrúguna en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þurfti að fjarlægja eitt vörubílshlass af grjóti áður en að göngin voru opnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×