Erlent

Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin sýnir hvar skjálftarnir urðu.
Myndin sýnir hvar skjálftarnir urðu.

Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu. Skjálftarnir fundust greinilega á eyjunum og gaf Flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafssvæðisins út viðvörun sem mjög fljótlega var aflétt. Um níu eftirskjálftar mældust en þeir voru allir minni háttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×