Innlent

Brotist inn í íbúð í Hveragerði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Hveragerði í gær og þaðan stolið skartgripum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu húsráðendur verið að heiman en þegar þeir komu heim um tíuleytið í gærkvöld áttuðu þeir sig á því að óboðnir gestir höfðu gengið um húsið og rótað þar til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×