Innlent

VG ætlar að halda stjórnarsamstarfinu áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundi Jónassyni fannst fundurinn jákvæður og góður. Mynd/ Stefán.
Ögmundi Jónassyni fannst fundurinn jákvæður og góður. Mynd/ Stefán.
Þingflokkur Vinstri grænna er einhuga um að vinna áfram í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Þetta varð niðurstaða af löngum þingflokksfundi sem haldinn var í gærkvöld.

Eftir fundinn sagði Ögmundur Jónasson þingmaður í samtali við Morgunblaðið að ekkert hefði komið fram á fundinum sem gerði honum auðveldara að styðja málstað ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. En það hefði heldur ekkert komið fram sem gerði málið verra í hans augum.

Ögmundur sagði að fundur þingflokksins hefði verið jákvæður og góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×