Innlent

Ár liðið frá því að hryðjuverkalögunum var beitt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Indefence skorar á ríkisstjórnina að krefjast fébóta. Mynd/ Pjetur.
Indefence skorar á ríkisstjórnina að krefjast fébóta. Mynd/ Pjetur.
Í dag er eitt ár liðið frá því að bresk stjórnvöld beittu svokölluðum hryðjuverkalögum gegn Íslandi.

Í tilefni af þessu hefur InDefence hópurinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hópurinn telji ámælisvert að íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa gripið til viðeigandi aðgerða á því ári sem liðið er. Ekkert mat hafi farið fram á þeim efnahagslega skaða sem íslenskur efnahagur hafi orðið fyrir vegna þeirra.

Skorar InDefence á íslensk stjórnvöld að fá óháða erlenda rannsóknarstofnun til að meta skaðann. Indefence hópurinn telur að ef sá skaði er umtalsverður, þá beri íslenskum stjórnvöldum að krefjast fébóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×