Innlent

Fatlaðir öðlist aukið sjálfstæði

Virkari velferð Verkefnið var kynnt í Norræna húsinu á mánudag. Á myndinni sést Kristján Bergmann, markaðsstjóri Hertz, eins aðalstuðningsaðila verkefnis­ins, auk Vigdísar Finnbogadóttur og fulltrúa stýrihópsins.Mynd/oddur ástráðsson
Virkari velferð Verkefnið var kynnt í Norræna húsinu á mánudag. Á myndinni sést Kristján Bergmann, markaðsstjóri Hertz, eins aðalstuðningsaðila verkefnis­ins, auk Vigdísar Finnbogadóttur og fulltrúa stýrihópsins.Mynd/oddur ástráðsson

Ísland getur orðið fyrir­mynd annarra þjóða hvað varðar réttindi fólks sem þarfnast aðstoðar. Þetta segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og fulltrúi í stýrihópi Virkari velferðar, verkefnis sem hrundið hefur verið af stokkunum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfstæðara lífi fatlaðra utan stofnana.

Í stýrihópi Virkari velferðar, eða ViVe eins og verkefnið er kallað, sitja auk Guðjóns: Evald Krogh, þekktur norskur baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra, Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir. Meginverkefni stýrihópsins er að móta tillögur til stjórnvalda um það hvernig hægt er að gera fötluðum kleift að lifa sjálfstæðara lífi utan stofnana með notendastýrðri aðstoð.

Í tilkynningu frá verkefninu segir að Íslendingar standi hinum Norðurlandaþjóðunum að baki hvað þetta varðar. Hér hafi stofnana­úrræði orðið ofan á, en hinar Norður­landaþjóðirnar bjóði í auknum mæli upp á notendamiðaða aðstoð. Þar njóti nú yfir 15 þúsund manns slíkrar aðstoðar og í stétt aðstoðarmanna séu yfir 50 þúsund. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×