Erlent

Frumkvöðlar nýrrar tækni

Willard S. Boyle og George E. Smith Þem tókst að búa til stafræna ljósmyndavél fyrir nærri hálfri öld.
nordicphotos/AFP
Willard S. Boyle og George E. Smith Þem tókst að búa til stafræna ljósmyndavél fyrir nærri hálfri öld. nordicphotos/AFP

Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja bandarískra vísindamanna, þeirra Venktramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunnar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín.

Sænska vísindaakademían segir verk þeirra hafa skipt miklu máli fyrir skilning manna á lífinu. Uppgötvunin hafi einnig auðveldað vísindamönnum að þróa mótefni gegn ýmsum sjúkdómum.

Á miðvikudag var skýrt frá því að þrír Bandaríkjamenn fái Nóbels­verðlaunin í eðlisfræði fyrir að hafa fyrir fjórum áratugum lagt grunn að ljósleiðaratækni nútímans og stafrænni ljósmyndun.

Einn þeirra, Charles K. Kao, gerði árið 1966 mikilvæga uppgötvun þegar hann áttaði sig á því hvernig hægt er að senda ljósmerki langar vegalengdir gegnum örmjóa glerþræði.

Hinir tveir, þeir Willard S. Boyle og George E. Smith, fá hins vegar Nóbelsverðlaunin fyrir að búa til ljósnæma plötu sem er kjarninn í stafrænum myndavélum. Þetta tókst þeim árið 1969, fáum misserum eftir að Kao var að prófa sig áfram með ljósþræðina.

Nóbelsverðlaunin í efnafræði og eðlisfræði verða afhent í Stokkhólmi 10. desember.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×