Fleiri fréttir

Herta Mueller Nóbelshöfundur
Þýski rithöfundurinn Herta Mueller hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hún er fimmtíu og sex ára gömul, fædd í þýskumælandi hluta Rúmeníu.

Félagsmálaráðherra: Án Icesave verður engin endurreisn
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að án samkomulags um Icesave verði engin endurreisn hér á landi og að tafir á framgngi efnahagsáætlunar stjórnvalda valdi sér vonbrigðum. Hann segir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera til stöðugrar endurskoðunar.

Íranar eru að verða bensínlausir
Sár skortur er á bílabensíni og díselolíu í Íran, einu mesta olíuframleiðsluríki heims. Þótt Íranar framleiði býsnin öll af hráolíu skortir þá hreinsistöðvar til þess að vinna úr henni.

Jóhanna brýnir mikilvægi ESB aðildar fyrir áhorfendum BBC
Það er mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá samning við Evrópusambandið sem Íslendingar eru sáttir við, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Jóhanna sagði að það væri jafnframt mikilvægt að fá niðurstöðu í sjávarútvegsmálin sem Íslendingar gætu sætt sig við

Var á bótum í fjóra mánuði - ekkert benti til endurkomubanns
Litháinn Algis Rucanskis var búinn að vera á atvinnuleysisbótum í fjóra mánuði þegar yfirvöld áttuðu sig á því að hann væri hér á landi þrátt fyrir endurkomubann. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunnar, þá sótti Algis um bætur í maí, mánuði eftir að hann rauf endurkomubannið.

Umferðarslysum fækkar og skoðun bifreiða stóreykst
Umferðarslysum hér á landi hefur fækkað um 16,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Ljóst er að töluverð fækkun á sér stað hvað varðar heildarfjölda slasaðra í samanburði við sama tímabil áranna 2008 og 2009 samkvæmt fréttabréfi Umferðarstofu.

Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig.

Miðbaugsmaddaman neitar sök
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi.

Ferðir frístundastrætós frestast
Frístundastrætó mun ekki aka um Grafarvog fyrr en næsta haust, segir Dorfi Hermannsson varaborgarfulltrúi. Upphaflega var gert ráð fyrir að ferðirnar hæfust í byrjun næsta árs.

Noregsferð Sigmundar og Höskuldar gengur með ágætum
Ferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar til Noregs hefur gengið með miklum ágætum. „Gærdagurinn var notaður til að undirbúa fundarhöld dagsins og voru félagar okkar í norska Miðflokknum boðnir og búnir að aðstoða, þrátt fyrir að hafa verið að mynda ríkisstjórn nóttina á undan.“

Dæmdur í endurkomubann og hélt atvinnleysisbótum allan tímann
Litháinn Algis Rucinskis, sem rauf fimm ára endurkomubann fyrir stuttu, var dæmdur í 70 daga fangelsi fyrir brotið í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu.

Ísjakar fyrir utan Vestfirði - myndband
Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flug í fyrrakvöld yfir hafsvæðið á milli Íslands og Grænlands og sáust 13 ísjakar út af Vestfjörðum í eftirlitsbúnaði vélarinnar. Þeir ísjakar sem voru næst landi voru 77 sjómílur, eða tæplega 130 kílómetra, vestnorðvestan af Bjargi. Líklegt er að minni ísjakar séu á svæðinu sem geta verið varasamir skipum.

Vígslu vegar frestað vegna veðurs
Vígslu Djúpvegar um Arnkötludal hefur verið frestað vegna veðurs. Til stóð að vígja veginn á morgun en þar sem útlit er fyrir slæmt ferðaveður á vestanverðu landinu á morgun hefur verið ákveðið að vígja veginn næstkomandi miðvikudag. Að því gefnu að veðurguðirnir verði í betra skapi.

Svínaflensan færist í aukana - einn á gjörgæslu
Sóttvarnalæknir segir að H1N1 inflúensan, sem oft er kölluð svínaflensan, sé að færast í aukana á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarnir tvær vikur hafa sex verið lagðir inn á spítala vegna flensunnar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Búið er að útskrifa annan þeirra þaðan.

Spurt og svarað um aðgerðir vegna skuldavanda heimila
Á upplýsingavefnum Island.is er nú hægt að lesa spurningar og svör þar sem er útskýrt hvað felst í boðuðum aðgerðum stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna sem áætlað er að taki gildi 1. nóvember næstkomandi.

Álfheiður opnaði heimasíðu Krabbameinsfélagsins
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði í dag nýja og endurbætta heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að viðstöddum stjórnendum og starfsfólki félagsins. Heimasíðan er mikilvægt tæki fyrir þá sem leita upplýsinga um krabbamein og sem þurfa að nýta sér þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Engir friðarsamningar við palestínumenn næstu árin
Utanríkisráðherra Ísraels segir að engir friðarsamningar við palestínumenn séu mögulegir næstu árin.

Slydda og hálka á Reykjanesbrautinni
Slæm færð er nú á Reykjanesbrautinni en um klukkan níu fór að snjóa á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa engin óhöpp orðið vegna þessa en brýnt er fyrir ökumönnum að fara varlega.

Steingrímur mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu
Markmið stöðugleikasáttmálans voru höfð til grundvallar við gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steingrímur mælti fyrir frumvarpinu við byrjun þingfundar í morgun.

Búið að opna Ólafsfjarðargöng að nýju
Ólafsfjarðargöng voru opnuð aftur í morgun en þeim var lokað í um ellefuleytið í gærkvöld eftir að grjót úr klæðningu féll á veginn. Bifreið var ekið inn í grjóthrúguna en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þurfti að fjarlægja eitt vörubílshlass af grjóti áður en að göngin voru opnuð.

Brúðkaup aldarinnar í héraðsdómi: Gögnin föst í Dubai
Fyrirtöku vegna skuldamáls Élan production gegn hjónunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæðan er sú að nauðsynleg gögn var ekki hægt að leggja fram í málinu þar sem þau voru föst í Dubai.

Aldrei fleiri útskrifast úr háskólanámi
Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast af háskólastigi skólaárið 2007 til 2008 en þá útskrifuðust 3588 nemendur með 3611 próf. Konur voru tveir þriðju, eða 66,4%, þeirra sem útskrifuðust með próf á háskólastigi og karlar þriðjungur, 33,6%, útskrifaðra, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Silvio brattur þrátt fyrir skotleyfi
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að hann muni halda áfram að stjórna landinu og af enn meiri þrótti, eftir að hæstiréttur landsins svipti hann friðhelgi.

Fyrsti alvöru hauststormurinn
Núna, föstudaginn 9. október, verður austan stormur eða jafnvel ofsaveður sunnanlands og vestan með snörpum vindhviðum allt upp undir 40m/s í námunda við fjöll og háhýsi, þar á meðal í Reykjavík.

Steingrímur mælir fyrir fjárlögum
Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hefst á Alþingi í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælir fyrir frumvarpi þess efnis.

Fundu fíkniefni í bíl við Borgarnes og í húsi á Akureyri
Lögreglumenn í Borgarnesi stöðvuðu í gærkvöldi bifreið á suðurleið rétt norðan við Borgarnes. Tveir menn voru í bílnum, á fertugs- og sextugsaldri og var ökumaðurinn undir áhrifum alls kyns fíkniefna að sögn lögreglu.

Efnahagslegum bata Íslendinga stefnt í hættu
Töfin á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslandinga stefnir efnahagslegum bata Íslendinga í hættu, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist í breska blaðinu Financial Times í dag.

VG ætlar að halda stjórnarsamstarfinu áfram
Þingflokkur Vinstri grænna er einhuga um að vinna áfram í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Þetta varð niðurstaða af löngum þingflokksfundi sem haldinn var í gærkvöld.

Krefjast léttari skattabyrði fyrir lágtekjufólk
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að gerðar verði breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, þar sem staðið verði við fyrirheit um að létta skattbyrði þeirra tekjulægstu og komið verði betur til móts við erfiða greiðslustöðu heimilanna með hækkun barna- og vaxtabóta.

Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var.

Flugfélag sendir farþegana á salernið
Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins.

Fundu jarðneskar leifar ungrar konu
Jarðneskar leifar ungrar breskrar konu sem hvarf sporlaust fyrir þrettán arum síðan fundust fyrr í þessari viku.

Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl
Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir.

Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni
Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu.

Ólafsfjarðargöng lokuð vegna grjóthruns
Ólafsfjarðargöngin lokuðust í gærkvöldi þegar grjót féll úr klæðningunni og á veginn. Bifreið var ekið á grjótið en ökumaðurinn slapp sem betur fer ómeiddur. Vegagerðin lokaði síðan göngunum til að koma í veg fyrir að fleiri óhöpp hlytust af og er óljóst hvenær þau verða opnuð aftur.

Bretar leita óþekktra sjávardýra
Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum.

Brotist inn í íbúð í Hveragerði
Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Hveragerði í gær og þaðan stolið skartgripum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu húsráðendur verið að heiman en þegar þeir komu heim um tíuleytið í gærkvöld áttuðu þeir sig á því að óboðnir gestir höfðu gengið um húsið og rótað þar til.

Ár liðið frá því að hryðjuverkalögunum var beitt
Í dag er eitt ár liðið frá því að bresk stjórnvöld beittu svokölluðum hryðjuverkalögum gegn Íslandi.

Drakk stíflueyði og lést eftir líkamsárás
Karlmaður og kona voru flutt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás í Hörðalandi í Fossvogi snemma í gærmorgun. Karlmaðurinn lést síðdegis í gær og konan var enn í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun. Hún var þó ekki talin í lífshættu.

Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi.

Ríkið hirðir ábatann af lægri greiðslubyrði
Lækkun á greiðslubyrði heimilanna er fagnaðarefni. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar kosta um það bil ein mánaðarlán á ári. Skattahækkanirnar taka þann ábata sem lægri greiðslubyrði skilar.

Orkuskattur nái ekki út á land
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill að áformaður orku-, umhverfis- og auðlindaskattur leggist ekki á fyrirtæki á landsbyggðinni. Slíkir skattar hafi enda slæm áhrif.

Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta
Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af rafmagni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.

Fráleitt að EES sé í uppnámi
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er ekki í hættu þótt ekki takist samningar um Icesave, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Stjórnin sögð hefta framþróun
Nei – jú pólitík var í hávegum höfð í umræðum um auðlindir, iðnað og stöðugleikasáttmálann á þingi í gær.