Svínaflensan færist í aukana - einn á gjörgæslu Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. október 2009 11:30 Sóttvarnalæknir segir að H1N1 inflúensan, sem oft er kölluð svínaflensan, sé að færast í aukana á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarnir tvær vikur hafa sex verið lagðir inn á spítala vegna flensunnar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Búið er að útskrifa annan þeirra þaðan. Frá því svínaflensan greindist fyrst hér á landi í lok júní fram í byrjun október hafa verið skráð 1895 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta svínaflensu í gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 864 karlar og 1031 konur. Á landsbyggðinni greindust flestir með inflúensulík einkenni um miðjan ágúst en eftir það hefur tilfellum farið fækkandi. Með undirliggjandi sjúkdóma „Okkur finnst þetta vera vísbending um að inflúensan sé að ná sér á styrk aftur en það er voða erfitt að spá um framtíðina," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Tilfellum fjölgaði um 251 frá 27. september til 5. október. Haraldur segir ýmislegt benda til þess að veikin sé orðin útbreidd. Að undanförnu hafi meira hafi verið um spítalainnlagnir en alls hafa níu verið lagðir inn á spítala eftir að veikin var fyrst greind á Íslandi. „Það hafa í allt níu mann lagst inn frá því að þetta kom upp. Síðasta hálfan mánuð hafa sex manns þurft að leggjast inn á spítala. Tveir af þeim hafa þurft á gjörgæsludvöl að halda en annar þeirra hefur verið útskrifaður," segir Haraldur og bætir við að viðkomandi hafi flestir glímt við undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið er á aldrinum 1 árs til 64 ára. Þeir sem hafa verið lagðir inn á gjörgæslu eru 43 og 64 ára.Tafir hjá framleiðanda Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefni gegn H1N1 inflúensu eða svínaflensu. Bóluefnið er ekki komið til landsins en tafir hafa orðið hjá framleiðanda. Haraldur segist búast við að bóluefnið komi hingað til lands um næstu mánaðarmót og að byrjað verði að bólusetja fólk í byrjun nóvember. Allir einstaklingar sex mánaða og eldri með undirliggjandi sjúkdóma verða bólusettir í fyrstu. Það sama á við um heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Að því loknu verða allir einstaklingar á aldrinum sex mánaða til sextán ára bólusettir. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að H1N1 inflúensan, sem oft er kölluð svínaflensan, sé að færast í aukana á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarnir tvær vikur hafa sex verið lagðir inn á spítala vegna flensunnar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Búið er að útskrifa annan þeirra þaðan. Frá því svínaflensan greindist fyrst hér á landi í lok júní fram í byrjun október hafa verið skráð 1895 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta svínaflensu í gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 864 karlar og 1031 konur. Á landsbyggðinni greindust flestir með inflúensulík einkenni um miðjan ágúst en eftir það hefur tilfellum farið fækkandi. Með undirliggjandi sjúkdóma „Okkur finnst þetta vera vísbending um að inflúensan sé að ná sér á styrk aftur en það er voða erfitt að spá um framtíðina," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Tilfellum fjölgaði um 251 frá 27. september til 5. október. Haraldur segir ýmislegt benda til þess að veikin sé orðin útbreidd. Að undanförnu hafi meira hafi verið um spítalainnlagnir en alls hafa níu verið lagðir inn á spítala eftir að veikin var fyrst greind á Íslandi. „Það hafa í allt níu mann lagst inn frá því að þetta kom upp. Síðasta hálfan mánuð hafa sex manns þurft að leggjast inn á spítala. Tveir af þeim hafa þurft á gjörgæsludvöl að halda en annar þeirra hefur verið útskrifaður," segir Haraldur og bætir við að viðkomandi hafi flestir glímt við undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið er á aldrinum 1 árs til 64 ára. Þeir sem hafa verið lagðir inn á gjörgæslu eru 43 og 64 ára.Tafir hjá framleiðanda Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefni gegn H1N1 inflúensu eða svínaflensu. Bóluefnið er ekki komið til landsins en tafir hafa orðið hjá framleiðanda. Haraldur segist búast við að bóluefnið komi hingað til lands um næstu mánaðarmót og að byrjað verði að bólusetja fólk í byrjun nóvember. Allir einstaklingar sex mánaða og eldri með undirliggjandi sjúkdóma verða bólusettir í fyrstu. Það sama á við um heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Að því loknu verða allir einstaklingar á aldrinum sex mánaða til sextán ára bólusettir.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira