Innlent

Miðbaugsmaddaman neitar sök

Catalina Mikue Ncogo neitar sök.
Catalina Mikue Ncogo neitar sök.

Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi.

Málið var þingfest í dag.Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansalsmáli á Íslandi.

Finnur Bergmannsson, 43 ára, er einnig ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og neitar hann einnig öllum sakargiftum.


Tengdar fréttir

Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti

Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi.

Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar.

Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni

Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×