Félagsmálaráðherra: Án Icesave verður engin endurreisn 8. október 2009 14:37 Árni Páll á þingi Starfsgreinasambandsins á Selfossi fyrr í dag. Mynd/www.sgs.is Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að án samkomulags um Icesave verði engin endurreisn hér á landi og að tafir á framgngi efnahagsáætlunar stjórnvalda valdi sér vonbrigðum. Hann segir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera til stöðugrar endurskoðunar. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans í morgun á þingi Starfsgreinasambandins sem fer fram á Selfossi. „Við erum í miðri á og eigum nokkuð eftir áður en vonir standa til að efnahagsástandið glæðist að marki. Tafir á framgangi efnahagsáætlunar okkar valda vonbrigðum og erfiðar spurningar um ábyrgð okkar á glæfraverkum útrásargosa leiða til efasemda um mikilvægi samninga um Icesave og efnahagssamstarfs okkar við AGS." Árni sagði Íslendinga þurfa að ljúka samningum við Icesave og starfa áfram með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en það samstarf væri alltaf til stöðugrar endurskoðunar. Verði ekki lokið við Icesave samninganna blasi við efnahagsleg einangrun. „Greiðslur erlendis frá verða aftur stöðvaðar. Krónan hríðfellur og lífskjör versna. Ef við náum ekki samningum um Icesave munum við ekki varðveita þann árangur sem náðst hefur." Árni telur möguleika á að Íslendingar færist aftur til þess ástands sem var hér á landi vikurnar eftir hrun. „Án samkomulags um Icesave verður hér engin endurreisn, hér verða engar stórframkvæmdir, engin álver, fyrirtækin fá enga fyrirgreiðslu og fara unnvörpum á hausinn, atvinnuleysi eykst og allar forsendur fyrir friði á vinnumarkaði hverfa."Aðild að ESB brýnt mál Ráðherrann sagði aðild að Evrópusambandinu vera sú aðgerð sem íslensk launamannastétt þurfi helst á að halda til að losna úr helsi innlendrar forréttindastéttar og öðlast eiginlegan borgararétt í íslensku samfélagi. „Góður maður orðaði þessa hugsun eitthvað á þá leið að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi. Eftir hrunið líður okkur mörgum sem hirðfíflum smáfursta í viðskiptalífi og stjórnmálum. Við þurfum að bindast samtökum um að binda enda á þær aðstæður. Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma - barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti."Þurfum að tileinka okkur ný vinnubrögð Þá sagði Árni næsta stórverkefni stjórnvalda vera glíman við stófellt atvinnuleysi. Nú væru 7200 langtímaatvinnulausir og þeir verði 9000 í árslok. Spáð væri að meðaltalsatvinnuleysi á næsta ári losi 10%. „Við þurfum að tileinka okkur algerlega ný vinnubrögð til að takast á við þetta ástand. Við þurfum að tryggja fólki fjárhagslegan ávinning af launavinnu og styðja langtímaatvinnulausa til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Til þess þurfum við að kalla til verka alla þá sem hjálpa vilja og búa til fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulausa," sagði Árni Jafnframt bætti hann við að verið væri að vinna í málinu. „Við erum nú að vinna tillögur að bættum úrræðum og munum leggja fram frumvarp sem gerir okkur kleift að takast á við þetta mikla verkefni nú á haustþingi. Við höfum átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna í þessum efnum og hlökkum til að eiga það áfram." Tengdar fréttir Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig. 8. október 2009 13:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að án samkomulags um Icesave verði engin endurreisn hér á landi og að tafir á framgngi efnahagsáætlunar stjórnvalda valdi sér vonbrigðum. Hann segir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera til stöðugrar endurskoðunar. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans í morgun á þingi Starfsgreinasambandins sem fer fram á Selfossi. „Við erum í miðri á og eigum nokkuð eftir áður en vonir standa til að efnahagsástandið glæðist að marki. Tafir á framgangi efnahagsáætlunar okkar valda vonbrigðum og erfiðar spurningar um ábyrgð okkar á glæfraverkum útrásargosa leiða til efasemda um mikilvægi samninga um Icesave og efnahagssamstarfs okkar við AGS." Árni sagði Íslendinga þurfa að ljúka samningum við Icesave og starfa áfram með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en það samstarf væri alltaf til stöðugrar endurskoðunar. Verði ekki lokið við Icesave samninganna blasi við efnahagsleg einangrun. „Greiðslur erlendis frá verða aftur stöðvaðar. Krónan hríðfellur og lífskjör versna. Ef við náum ekki samningum um Icesave munum við ekki varðveita þann árangur sem náðst hefur." Árni telur möguleika á að Íslendingar færist aftur til þess ástands sem var hér á landi vikurnar eftir hrun. „Án samkomulags um Icesave verður hér engin endurreisn, hér verða engar stórframkvæmdir, engin álver, fyrirtækin fá enga fyrirgreiðslu og fara unnvörpum á hausinn, atvinnuleysi eykst og allar forsendur fyrir friði á vinnumarkaði hverfa."Aðild að ESB brýnt mál Ráðherrann sagði aðild að Evrópusambandinu vera sú aðgerð sem íslensk launamannastétt þurfi helst á að halda til að losna úr helsi innlendrar forréttindastéttar og öðlast eiginlegan borgararétt í íslensku samfélagi. „Góður maður orðaði þessa hugsun eitthvað á þá leið að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi. Eftir hrunið líður okkur mörgum sem hirðfíflum smáfursta í viðskiptalífi og stjórnmálum. Við þurfum að bindast samtökum um að binda enda á þær aðstæður. Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma - barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti."Þurfum að tileinka okkur ný vinnubrögð Þá sagði Árni næsta stórverkefni stjórnvalda vera glíman við stófellt atvinnuleysi. Nú væru 7200 langtímaatvinnulausir og þeir verði 9000 í árslok. Spáð væri að meðaltalsatvinnuleysi á næsta ári losi 10%. „Við þurfum að tileinka okkur algerlega ný vinnubrögð til að takast á við þetta ástand. Við þurfum að tryggja fólki fjárhagslegan ávinning af launavinnu og styðja langtímaatvinnulausa til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Til þess þurfum við að kalla til verka alla þá sem hjálpa vilja og búa til fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulausa," sagði Árni Jafnframt bætti hann við að verið væri að vinna í málinu. „Við erum nú að vinna tillögur að bættum úrræðum og munum leggja fram frumvarp sem gerir okkur kleift að takast á við þetta mikla verkefni nú á haustþingi. Við höfum átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna í þessum efnum og hlökkum til að eiga það áfram."
Tengdar fréttir Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig. 8. október 2009 13:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig. 8. október 2009 13:42