Innlent

Ferðir frístundastrætós frestast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dofra finnst bagalegt að málið skuli frestast. Mynd/ Arnþór.
Dofra finnst bagalegt að málið skuli frestast. Mynd/ Arnþór.
Frístundastrætó mun ekki aka um Grafarvog fyrr en næsta haust, segir Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi. Upphaflega var gert ráð fyrir að ferðirnar hæfust í byrjun næsta árs.

Tillagan að frístundastrætó var samþykkt 1. september síðastliðinn í borgarstjórn. Dofri segir að á fundi umhverfis- og samgönguráðs 8. september síðastliðinn hafi átt að vera búið að ganga formlega frá málinu. Það hafi hins vegar ekki verið gert af því að erindisbréf hafi ekki borist frá skrifstofu borgarstjóra

Dofri segir málið bagalegt því að foreldrar í Grafarvogi aki um 60 þúsund ferðir í hverjum mánuði sem taki um 20 þúsund klukkustundir og kosti rúmlega 33 milljónir á mánuði. Ef sömu hlutföll gildi um borgina í heild séu foreldrar í Reykjavík að skutla börnum sínum samtals 317 þúsund sinnum, verja í það um 106 þúsund klukkustundum og 175 milljónum króna.

Dofri segir að hugsunin með frístundastrætó í Grafarvogi hafi verið að afla reynslu svo hægt væri að bjóða upp á frístundastrætó í öðrum hverfum borgarinnar í framhaldinu. Nú sé ljóst að fyrst að verkefnið í Grafarvogi dragist fram til næsta hausts muni verkefnið í öðrum hverfum dragast enn frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×