Erlent

Herta Mueller Nóbelshöfundur

Óli Tynes skrifar
Herta Mueller.
Herta Mueller.

Þýski rithöfundurinn Herta Mueller hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hún er fimmtíu og sex ára gömul, fædd í þýskumælandi hluta Rúmeníu.

Mueller gagnrýndi einræðisstjórn kommúnista í Rúmeníu opinberlega og bækur hennar voru oft bannaðar eða ritskoðaðar þar í landi.

Auk þess fékk hún slæma dóma í Rúmeníu. Erlendis var verkum hennar hinsvegar vel tekið.

Mueller flúði ásamt eiginmanni sínum til Þýskalands árið 1987. Ein bóka hennar hefur komið út á Íslensku. Það er Ennislokkur einvaldsins sem Franz Gíslason þýddi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×