Innlent

Slydda og hálka á Reykjanesbrautinni

Slæm færð er nú á Reykjanesbrautinni en um klukkan níu fór að snjóa á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa engin óhöpp orðið vegna þessa en brýnt er fyrir ökumönnum að fara varlega.

Skyggnið er nokkuð slæmt og þónokkur hálka. 1. nóvember mega ökumenn fara að aka um á nagladekkjum þó heimilt sé að skipta strax yfir á ónegld vetrardekk. Því eru margir ökumenn enn á sumardekkjunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×