Innlent

Framúrstefnulegt lokapartí í kvöld

Leikið. Tölvuleikurinn gerist í sýndarveruleika í geimnum og þessir leikmenn því væntanlega mörg ljósár í burtu í huganum, þótt líkaminn sæti við tölvuskjá í Laugardalshöllinni.Fréttablaðið/Vilhelm
Leikið. Tölvuleikurinn gerist í sýndarveruleika í geimnum og þessir leikmenn því væntanlega mörg ljósár í burtu í huganum, þótt líkaminn sæti við tölvuskjá í Laugardalshöllinni.Fréttablaðið/Vilhelm

Aðdáendur EVE Online-fjölþátttökutölvuleiksins fylla Laugardalshöllina þessa dagana, en þar stendur nú yfir árleg ráðstefna aðdáenda leiksins. Rúmlega þúsund manns tóku í dag þátt í ýmsum viðburðum, segir Diljá Ámundadóttir, framleiðandi hjá CCP sem hannaði og selur tölvuleikinn.

Lokahnykkurinn á þessari uppskeruhátíð verður í kvöld, þegar framúrstefnulegt lokapartí verður haldið í Höllinni. Laugardalshöll allri hefur verið gjörbreytt að innan, og lítur nú út eins og geimstöð úr tölvuleiknum, segir Diljá.

Alls komu á milli sjö og átta hundruð erlendir gestir á hátíðina, auk íslenskra aðdáenda leiksins.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×