Innlent

26 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Tuttugu og sex ríki hafa mótmælt hvalveiðum Íslendinga og afhentu mótmælendur starfsmönnum sendiráðs Íslands í Lundúnum í gær áskorun til íslenskra stjórnvalda um að láta af veiðunum. Harmað er að Íslendingar skuli hafa veitt 125 steypireiðar og 79 hrefnur í sumar og ítrekað að steypireiðurinn sé tegund í útrýmingarhættu.

Meðal ríkja sem mótmæla veiðunum eru Bretland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Portúgal og Spánn. Með afhendingu áskorunarinnar er meiningin að setja þrýsting á íslensk stjónvöld, að sögn mótmælenda, í tengslum við umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ráðherra náttúrumála í Bretlandi sagðist í gær hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með veiðar Íslendinga og sagði þá geta hagnast meira af hvalaskoðun en hvalveiðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×