Innlent

Innbrotsþjófar handteknir í nótt

Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir annar í austurborg Reykjavíkur og hinn í Kópavogi, vegna gruns um ölvunaraktstur. Að lokinni rannsókn á lögreglustöð voru aðilarnir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir einnig að á sjötta tímanum í morgun hafi ökumaður verið stöðvaður undir áhrifum áfengis á Reykjanesbraut við Stekkjabakka en mál þess manns mun fara sína leið í kerfinu.

Þá voru tveir aðilar handteknir í Hafnarfirði laust eftir miðnætti eftir að hafa stolið munum úr bifreið í Grænukinn. Aðilarnir eru þekktir brotamenn og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna málsins.

Þá var innbrotstilraun gerð í íbúðarhúsnæði í austurborginni og tveir aðilar handteknir vegna þess máls. Þeir voru vistaðir í fangageymslu en einhverjar skemmdir voru eftir á húsnæðinu sjálfu.

Þá segir lögreglan á Suðurnesjum frá því að tveir ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðann akstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Þeir mældust á 127 og 130 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Annars róleg vakt hjá lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×