Innlent

Vara við skaðlegri skattastefnu stjórnvalda

Vilhjálur Egilsson formaður Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálur Egilsson formaður Samtaka atvinnulífsins.
Samtök aðila í atvinnurekstri hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við skaðlegri skattastefnu stjórnvalda. Hún er sögð vinna gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

Sérstaklega eru gagnrýndar hugmyndir um orku, -umhverfis- og auðlindaskatta. Með þeim eigi að skattleggja kostnað fyrirtækja og því verði skattgreiðslur óháðar afkomu. Slík skattheimta dragi úr samkeppnishæfni fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Þá sé veruleg hætta á að þeir fjárfestingakostir sem erlend fyrirtæki hafi haft til skoðunar hér verði endurmetnir og hugsanlega slegnir af, segir í sameiginlega yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins, aðildarfélögum og Viðskiptaráðs Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×