Innlent

Ísland þarf að hætta hvalveiðum til að fá aðild að Evrópusambandinu

Hrefnuveiðar. Þrýst er á Íslendinga að breyta ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hvalveiðiheimildir.Mynd/Gunnar bergmann
Hrefnuveiðar. Þrýst er á Íslendinga að breyta ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hvalveiðiheimildir.Mynd/Gunnar bergmann

„Við erum afar vonsvikin yfir ákvörðun fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands um að heimila veiðar á langreyðum og hrefnum,“ segir í yfirlýsingu 26 þjóða sem fordæma hvalveiðistefnu Íslendinga.

Breska dagblaðið The Guardian segir frá yfirlýsingu þjóðanna 26. Meðal þeirra eru Bandaríkin, England, Þýskaland, Frakkland, Portúgal og Spánn. Í fréttinni segir að nokkur lönd hafi sagt að þau muni leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu láti Íslendingar ekki af hvalveiðum í atvinnuskyni.

Í yfirlýsingunni segir að þjóðirnar fagni og styðji ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um að ætla að endurskoða úthlutun hvalveiðiheimildanna frá í janúar á þessu ári en gagnrýna þann fjölda hvala sem leyft hefur verið að veiða. „Við hvetjum Ísland til að fara að alþjóðlegum samþykktum um hvalveiðar í atvinnuskyni og endurskoði ákvörðunina um að auka kvóta á langreyðum og hrefnu.“

„Við spyrjum Ísland, hver er tilgangurinn með því að slátra hvölum? Íslendingar hafa drepið meira en 200 hvali, þar af 125 langreyðar sem eru í útrýmingarhættu. Samt er enginn markaður fyrir kjöt af langreyðum,“ hefur The Guardian eftir Robbie Marshall, yfirmanni alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna IFAW. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×