Kærir Akranesbæ vegna tölvusamnings 3. október 2009 04:45 Enn er deilt um samninga um tölvuþjónustu bæjarins. Nú hefur ákvörðun bæjarstjórnar verið kærð til kærunefndar útboðsmála. Kærandi segir upphæð samningsins gera hann útboðsskyldan.fréttablaðið/gva Tölvufyrirtækið Omnis hefur kært Akraneskaupstað til kærunefndar útboðsmála fyrir ákvörðun bæjaryfirvalda um að framlengja samning sinn við Tölvuþjónustuna SecurStore. Fallið var frá útboði og ákveðið að semja við fyrirtækið til 18 mánaða. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur minnihluti bæjarstjórnar gagnrýnt meirihlutann í málinu. SecurStore er í eigu Arnar Gunnarssonar, sem er sonur Gunnars Sigurðssonar forseta bæjarstjórnar, og Bjarna Ármannssonar. Bæjarráð fól bæjarstjóra í sumar að undirbúa útboð á tölvuþjónustunni. Á öðrum fundi var bæjarstjóra einnig falið að leita eftir afslætti á fyrirliggjandi samningum. Bæjarstjórn samþykkti síðan framlengdan samning við SecurStore með 25 prósenta afslætti, í stað þess að fara í útboð. Omnis krefst þess að sá samningur verði stöðvaður, eða gerður ógildur hafi hann þegar verið gerður, og bæjaryfirvöldum gert að bjóða þjónustuna út. Þá er nefndin beðin að láta í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu bæjarfélagsins. Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri Omnis, segir fyrirtækið hafa unnið forvinnu vegna fyrirhugaðs útboðs sem aldrei varð af. Tilboð þess hefði sparað bæjarfélaginu rúmar 11 milljónir króna á samningstímanum. Hann hafi sent inn tilboð sem aldrei hafi verið svarað. Nokkuð hefur verið deilt um kostnað við tölvuþjónustuna. Gísli sagði við Fréttablaðið 12. september að kostnaður við hýsingu og afritun væri um sex milljónir. Það er undir viðmiðunarmörkun um útboð í innkaupastefnu bæjarins og lögum um opinber útboð, sem er 10 milljónir króna. Eggert segir hins vegar að það sé ekki nema brot af kostnaði bæjarins við samninginn. Mun fleira felist í þjónustunni og heildarkostnaður sé yfir 20 milljónir á ársgrundvelli. Samningur til 18 mánaða sé því um 30 til 35 milljóna króna virði og útboðsskyldur. Þetta er í annað skipti sem fallið er frá því að bjóða tölvuþjónustu bæjarins út. Árið 2008 var samið við SecurStore og bókun bæjarráðs frá 25. október 2007 um útboð var þar með snúið við. Eyjólfur R. Stefánsson tölvunarfræðingur kærði þá ákvörðun til samgönguráðuneytis sem úrskurðaði hana lögmæta. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tölvufyrirtækið Omnis hefur kært Akraneskaupstað til kærunefndar útboðsmála fyrir ákvörðun bæjaryfirvalda um að framlengja samning sinn við Tölvuþjónustuna SecurStore. Fallið var frá útboði og ákveðið að semja við fyrirtækið til 18 mánaða. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá hefur minnihluti bæjarstjórnar gagnrýnt meirihlutann í málinu. SecurStore er í eigu Arnar Gunnarssonar, sem er sonur Gunnars Sigurðssonar forseta bæjarstjórnar, og Bjarna Ármannssonar. Bæjarráð fól bæjarstjóra í sumar að undirbúa útboð á tölvuþjónustunni. Á öðrum fundi var bæjarstjóra einnig falið að leita eftir afslætti á fyrirliggjandi samningum. Bæjarstjórn samþykkti síðan framlengdan samning við SecurStore með 25 prósenta afslætti, í stað þess að fara í útboð. Omnis krefst þess að sá samningur verði stöðvaður, eða gerður ógildur hafi hann þegar verið gerður, og bæjaryfirvöldum gert að bjóða þjónustuna út. Þá er nefndin beðin að láta í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu bæjarfélagsins. Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri Omnis, segir fyrirtækið hafa unnið forvinnu vegna fyrirhugaðs útboðs sem aldrei varð af. Tilboð þess hefði sparað bæjarfélaginu rúmar 11 milljónir króna á samningstímanum. Hann hafi sent inn tilboð sem aldrei hafi verið svarað. Nokkuð hefur verið deilt um kostnað við tölvuþjónustuna. Gísli sagði við Fréttablaðið 12. september að kostnaður við hýsingu og afritun væri um sex milljónir. Það er undir viðmiðunarmörkun um útboð í innkaupastefnu bæjarins og lögum um opinber útboð, sem er 10 milljónir króna. Eggert segir hins vegar að það sé ekki nema brot af kostnaði bæjarins við samninginn. Mun fleira felist í þjónustunni og heildarkostnaður sé yfir 20 milljónir á ársgrundvelli. Samningur til 18 mánaða sé því um 30 til 35 milljóna króna virði og útboðsskyldur. Þetta er í annað skipti sem fallið er frá því að bjóða tölvuþjónustu bæjarins út. Árið 2008 var samið við SecurStore og bókun bæjarráðs frá 25. október 2007 um útboð var þar með snúið við. Eyjólfur R. Stefánsson tölvunarfræðingur kærði þá ákvörðun til samgönguráðuneytis sem úrskurðaði hana lögmæta. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira