Fleiri fréttir

Skapa verður traust á milli almennings og stjórnmálamanna

„Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar.

Sjóræningjarnir halda enn bandarískum skipstjóra

Lítið hefur þokast í deilu sómalskra sjóræningja og bandaríska hersins en þeir fyrrnefndu hafa bandarískan skipstjóra í haldi. Hópur sómalskra öldrunga reynir að liðka fyrir lausn deilunnar. Öldungarnir hafa nú siglt í átt að sjóræningjunum sem eru á siglingu skammt undan ströndum Sómalíu og ætla að reyna að gera sitt til að miðla málum.

Neyðarástand í Bangkok

Neyðarástandi var í morgun lýst yfir í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að hundruðir mótmælenda stromuðu inn á skrifstofu innanríkisráðuneytis landsins og tókst Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherr,a naumlega að sleppa undan hópnum.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Egill Rögnvaldsson, umsjónarmaður, segir að veðrið í fjallinu sé afar gott. Páskaeggjamót hefst klukkan eitt og í framhaldinu klárast ratleikur á skíðasvæðinu. Garpamót hefst klukkan þrjú.

Hálka og hálkublettir víða

Aðalleiðir á Suðurlandi eru auðar en hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Það er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði en hálkublettir á nokkrum öðrum heiðum á Vesturlandi.

Róleg nótt hjá lögreglu

Gærkvöldið og nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglunni víðsvegar um landið ef frá er talið þegar sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akranesi í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns.

Beita þurfti klippum á Bústaðavegi

Slökkvilið þurfti að beita klippum til að ná þremur út úr bifreið sem ekið var á ljósastaur á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Fólkið var flutt á slysadeild en að sögn lögreglu er þau ekki mikið slösuð.

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að einkahúsi á Presthúsabraut á Akranesi í gærkvöldi. Þar var ölvaður og vopnaður maður handtekinn sem gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, verður yfirheyrður síðar í dag. Hann var einn í húsinu.

Þarf að svara til saka fyrir fjöldamorð

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað hinum 89 ára gamla Ivan Demjanjuk um undanþágu um að framselja hann ekki til Þýskalands. Hann er sagður hafa aðstoðað við morð á 29 þúsund gyðingum þegar hann starfaði sem fangavörður í útrýmingarbúðum í síðari heimsstyrjöldinni.

Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot N-Kóreumanna

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir eldflaugaskot sem Norður-Kóreumenn greindu frá 5. apríl. Þá sögðu Norður-Kóreumanna hafa tekist að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Flest nágrannaríki Norður-Kóreu og Vesturveldin segja að þetta hafi verið tilraun með langdræga eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn alla leið til Alaska.

Leit að fórnarlömbum jarðskjálftans hætt innan skamms

Leit að fórnarlömbum jarðskjálftans á Mið-Ítalíu á mánudag verður að öllum líkindum hætt í kvöld eða í síðasta lagi á morgun, sunnudag. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni slökkviliðsins í héraðshöfuðstaðnum L'Aquila sem jarðskjálftinn lék illa.

Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir.

„Þetta virtist allt svo dökkt“

Sjónskert kona á níræðisaldri var rænd um hábjartan dag í Vogahverfinu í gær. Þjófurinn náði sjö þúsund krónum, leigubílakorti frá Blindrafélaginu og húslyklum. Þjófurinn er ófundinn en konan biður hann að skila persónulegum munum sínum.

Sigurjón tók einn ákvörðun um risastyrkinn til Sjálfstæðisflokksins

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, tók ákvörðunina um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir einn og óstuddur. Hinn bankastjóri bankans og bankaráðið komu hvergi nærri ákvörðuninni. Þessi styrkur var meðhöndlaður á allt annan hátt en 5 milljóna króna styrkurinn sem var veittur fyrr á árinu 2007.

Enn er lýst eftir Evu Lind

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir enn eftir Evu Lind Guðjónsdóttur en hennar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorguninn, 9. apríl. Hún er 15 ára.

Ámælisvert að þiggja tugmilljóna styrki

Varaformaður Framsóknarflokksins segir ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þiggja tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum eftir að stjórnmálaflokkarnir höfðu náð samkomulagi um breytingar á lögum varðandi styrki til þeirra og stutt í að ný lög tækju gildi.

„Ég held ekki nei“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvölfréttum Stöðvar 2 að hann teldi að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi haft vitneskju um styrkina eftir að styrkirnir komu í hús eins og Bjarni orðaði það.

Meintur árásarmaður ekki lengur í haldi lögreglu

Lögreglan hefur slepp karlmanni um sjötugt sem grunaður er um að hafa stungið konu á fimmtugsaldri í íbúð í Meðalholti í morgun. Maðurinn neitar sök en konan heldur því staðfestlega fram að maðurinn hafi stungið sig. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Þing verður rofið um miðja næsta viku

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, telur að Alþingi verði rofið um miðja næstu viku vegna komandi þingkosninga. Hann segir að semja verði um frumvörp sem ágreiningur er um.

Bjarni í beinni útsendingu í kvöldfréttum

Rætt verður við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan hálf sjö. Mikið hefur verið fjallað um risastyrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Rætt verður við Bjarna um málið.

Ætlaði að smygla 250 milljónum til Gaza

Egypska lögreglan stöðvaði nýverið för manns sem talinn er hafa ætlað að smygla tveimur milljónum dollara til Hamassamtakanna á Gazasvæðinu í Palestínu. Upphæðin samsvarar 250 milljónum íslenskra króna.

Umhverfisfræðingar gagnrýna auglýsingu sjálfstæðismanna

Félag umhverfisfræðinga gagnrýnir nýlega auglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. Félagið harmar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli slíta úr samhengi umsögn félagsins og frábiður sér að faglegar umsagnir um þingmál séu misnotaðar í pólitískum tilgangi.

Einn látinn eftir skotárás í Hollandi

Einn er látinn og þrír slasaðir eftir að maður hóf skothríð á þéttsetnu kaffihúsi í borginni Rotterdam í Hollandi í dag. Kaffihúsagestir yfirbuguðu manninn og héldu honum föngnum þangað til lögregla kom á staðinn.

Maóistar drápu fimm lögreglumenn

Maóistar drápu fimm lögreglumenn og særðu þrjá í austuhluta Indlands skömmu áður en ráðgert var að Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins, ávarpaði fjöldafund í nágrenni morðstaðarins.

Atvinnulausir rúmlega 17.500

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast og nú eru 17.552 manns án atvinnu á landinu öllu. Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að yfir 3000 manns eru á hlutabótum.

Ákvörðun um endurtalningu frestað

Hæstiréttur Moldavíu ákvað að fresta í dag umfjöllun sinni um beiðni forseta landsins um endurtalningu atkvæða í þingkosningunum þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Stefnir í hörmulegan kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins

Hremmingar Sjálfstæðisflokksins nú eru þær alvarlegastu sem hann hefur lent í í rúm 20 ár og jafnvel frá upphafi. Þetta sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Gunnar Helgi sagði jafnframt að það stefni í hörmulegan kosningaósigur hjá Sjálfstæðisflokknum.

Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki

Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna.

Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans

Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi.

Leiðtogarnir fluttir á brott í þyrlum

Tælensk stjórnvöld þurftu að aflýsa fundi leiðtoga í Asíu í annað sinn á fimm mánuðum eftir að þúsundir mótmælenda réðust í gegnum öryggisgæsluna á hótelinu í bænum Pattaya þar sem fundurinn átti að fara fram.

Níu létust í sprengjuárás í Írak

Níu arabískir hermenn létust og 31 særðist í sjálfsvígsárás í Babel í suðurhluta Íraks í morgun. Hermennirnir stóðu í biðröð við herstöð til að sækja launaseðla sína þegar árásin var gerð.

Kjartan vissi um styrkina

Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag.

Skíðasvæðin víða opin

Allir sem mæta í lopapeysu á skíðasvæðið í Dalvík fá óvæntan glaðning „Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum,“ segir Einar Hjörleifsson umsjónarmaður. Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið. Útbúinn hefur verið sérstök braut fyrir snjóþotur og stigasleða. Skíðasvæðið verður opnar klukkan 10 og verður opið til 17.

Víða hálka

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að víðsvegar um landið eru hálka og hálkublettir. Aðalleiðir á Suðurlandi eru auðar en hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á nokkrum öðrum heiðum á Vesturlandi.

Ók utan í allt að sex bíla

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumenn handtóku mann grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis eftir að hann ók á og utan í fjórar til sex kyrrstæðar bifreiðar í Grettisgötu. Samkvæmt lögreglu er bifreiðarnar talsvert skemmdar.

Rannsakar styrki til flokka

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni.

Kona flutt á slysadeild eftir hnífsstungu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona hefði verið stungin í Austurborginni. Konan var flutt á slysadeild en mun ekki vera í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaður var handtekinn vegna málsins.

Siðfræðingur hættir í SUS

Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS.

Sjá næstu 50 fréttir