Erlent

Leiðtogarnir fluttir á brott í þyrlum

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. MYND/AP
Tælensk stjórnvöld þurftu að aflýsa fundi leiðtoga í Asíu í annað sinn á fimm mánuðum eftir að þúsundir mótmælenda réðust í gegnum öryggisgæsluna á hótelinu í bænum Pattaya þar sem fundurinn átti að fara fram.

Leiðtogar Kína, Japan, Suður Kóreu, Indlands og Ástralíu áttu að funda í dag og á morgun. Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, lýsti yfir neyðarástandi í bænum til að tryggja að fulltrúar landanna kæmust heilir á húfi á brott, en þyrla flutti þá af staðnum.

Upphaflega átti að halda fundinn í desember, en honum var frestað þá vegna pólítísks óstöðugleika í Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×