Innlent

Maður á áttræðisaldri í haldi vegna hnífsstungu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona á fimmtugsaldri hefði verið stungin í heimahúsi í Austurborginni.

Konan var flutt á slysadeild en mun ekki vera í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaður á áttræðisaldri var handtekinn vegna málsins.

Ekki fengust frekari upplýsingar hjá lögreglu um málið að svo stöddu en málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Kona flutt á slysadeild eftir hnífsstungu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona hefði verið stungin í Austurborginni. Konan var flutt á slysadeild en mun ekki vera í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaður var handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×