Innlent

Meintur árásarmaður ekki lengur í haldi lögreglu

Lögreglan hefur slepp karlmanni um sjötugt sem grunaður er um að hafa stungið konu á fimmtugsaldri í íbúð í Meðalholti í morgun. Maðurinn neitar sök en konan heldur því staðfestlega fram að maðurinn hafi stungið sig. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Að sögn lögreglunnar þekkist fólkið og var hún gestur í íbúð mannsins en engin vitni urðu að því sem þeim fór á milli.

Konan er ekki í lífshættu en liggur enn á sjúkrahúsi. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins að maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður.


Tengdar fréttir

Kona flutt á slysadeild eftir hnífsstungu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona hefði verið stungin í Austurborginni. Konan var flutt á slysadeild en mun ekki vera í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaður var handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×