Innlent

Ók utan í allt að sex bíla

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumenn handtóku mann grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis eftir að hann ók á og utan í fjórar til sex kyrrstæðar bifreiðar í Grettisgötu. Samkvæmt lögreglu er bifreiðarnar talsvert skemmdar.

Þrír aðrir voru handteknir grunaðir um ölvunarakstur.

Mikið var um hraðakstur í nótt að sögn lögreglu og voru þrír ökufantar stöðvar á Hafnarfjarðarvegi frá því rétt fyrir miðnætti og til klukkan tvö í nótt. Bifreiðarnar mældust á 125 til 137 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkstund.

Þá var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða á Miklubraut en þar hámarkshraði einnig 80 kílómetrar á klukkstund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×